Header

October 29th, 2015 | Posted by admin in Uncategorized

Heiðruðu Hvítabandsfélagarmeeting

Það líður að nóvemberfundi okkar. Hann verður haldinn 4. nóvember á Hallveigarstöðum kl. 19:30.

Dagskrá:

Formaður setur fund og kveikir á kerti félagsins.

Lesin fundargerð síðasta fundar.

Kristrún Ólafsdóttir fer með hugvekju.

Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur segir frá nýútkominni bók sinni, Þær þráðinn spunnu. Bókin fjallar um sögu kvenna í Vestmannaeyjum.

Á fundinum verða kynntar Levante sokkabuxur. Þær fást í öllum litum og af ýmsum gerðum og verða til sölu á staðnum á óvenju hagstæðu verði.

Um kaffiveitingar sjá Sigríður Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir og Sigrún Högnadóttir.

Mætum vel og tökum með okkur gesti á þennan fjölbreytta fund.

Munið félagsgjöldin

Stjórnin

 

 

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.