Header

Aðalfundur 2015

February 22nd, 2015 | Posted by admin in Uncategorized

Aðalfundur Hvítabandsins 2015

að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 4. mars kl. 19:30

Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnarkjör
Skipan nefnda
Önnur mál

Kaffiveitingar annast Kristrún Ólafsdóttir, Dóra Ólafsdóttir og Ástríður Thoroddsen.

Ástríður Thoroddsen hefur tekið saman það sem hún kallar „örsögu“ um þátttöku kvenna við byggingu Landspítalans. Að aðalfundarstörfum loknum ætlar hún að deila með okkur þessum fróðleiksmolum sem verðugt er að rifja upp á 100. afmælisári kosningaréttar kvenna og 120. afmæli Hvítabandsins.

Já, Hvítabandið er 120 ára á þessu ári, því ber að fagna. Stjórnin hefur hafið undirbúning afmælisveislu sem halda skal á sjálfum stofndeginum 17. apríl. Góðum gestum hefur verið boðið í síðdegisboð sem við vonum að Hvítabandsfélagar fjölmenni á. Glæsilegar veitingar verða á boðstólum og ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar fyrir veislugesti.

Kvenfélag Breiðholts býður Hvítabandskonum til kvöldstundar á fundi þriðjudaginn 17. mars kl. 19. Á aðalfundi könnum við þátttöku svo gestgjafar okkar geti vitað hve mörgum má gera ráð fyrir frá Hvítabandinu.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.