Header

Félagsfundur Hvítabandsins

September 25th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized

Félagsfundur Hvítabandsins að Hallveigarstöðum
1. október 2014, klukkan 19 (athugið breyttan fundartíma)

Fyrsta miðvikudag októbermánaðar hefst vetrarstarf Hvítabandsins með félagsfundi. Næsta ár er 120. afmælisár Hvítabandsins og í því tilefni stendur ýmislegt til sem við munum ræða á þessum fundi.

Dagskrá fundar
Formaður setur fund
Lesin fundargerð
Guðrún Kristjónsdóttir flytur hugvekju
Hvítabandshúsið á Skólavörðustíg. Á afmælisárinu verður settur skjöldur á húsið þar sem minnst er frumkvöðlastarfs Hvítabandskvenna við byggingu sjúkrahúss í Reykjavík.
Rædd verða áform um helgarferð til Noregs fyrri hluta maímánaðar 2015. Við munum sækja heim systrafélag okkar í Osló, fara á slóðir Ólafíu Jóhannsdóttur eins stofnanda Hvítabandsins og eiga saman ánægjulegar stundir.
Umræður um hátíðarfund á afmælisdeginum 17. apríl 2015.
Kynnt verður heimboð Kvenfélags Breiðholts þriðjudaginn 21. október.
Kaffinefndir til áramóta eru sem hér segir:

Október: súpa, Ásdís Hjálmtýsdóttir, stjórnin

Nóvember: Anna Margrét Björnsdóttir, Elín Snorradóttir, Elín Þórðardóttir

Desember: Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir

Matráðskona Hallveigarstaða, Ásdís Hjálmtýsdóttir, ætlar að elda fyrir okkur undirstöðugóða kjúklingasúpu á fundinum.

Stjórn Hvítabandsins vill minna konur á að greiða félagsgjöldin. Upphæðin er 2000 krónur, sem má greiða inn á reikning félagsins kt. 650169-6119, banki 0137-15-370303 eða með reiðufé á fundinum.

Takið með ykkur gesti, mætið með góða matarlist á breyttum fundartíma, kl 19.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.