Í frétabréfi frá BKR sem formönnum aðildarfélaganna var sent var beðið um að koma eftirfarandi á framfæri:
“Verið er að vinna að því að setja upp heimasíðu fyrir Bandalag kvenna í Reykjavík sem er hluti af því að efla kynningarstarfsemi BKR. Þar verða upplýsingar um hlutverk og markmið BKR, sögu þess, starfsmenntasjóðog önnur verkefni, og settar inn upplýsingar um aðildarfélögin. Að auki verður þar kynningarátak undir heitinu “Af hverju kvenfélag” og er undir þeim lið sérstaklega óskað eftir reynslusögum frá ykkur kvenfélagskonum um reynslu ykkar af þátttöku innan kvenfélaganna. T.d. hvernig hefur starfi ykkar innan kvenfélaganna verið háttað, hvað hefur það gefið ykkur að taka þátt í starfseminni, áhugaverð verkefni, og hvað annað sem ykkur dettur í hug. Ætlunin er að birta reynslusögurnar á heimasíðunni undir nafni og skemmtilegt væri að fá sendar myndir af höfundum efnisins sem og úr félagsstarfinu Gott væri að fá sögur frá ykkur við fyrsta tækifæri - Vinsamlegast sendið efnið á netfangið: imbarafnar(hjá)gmail.com “