Header

Haustbréf Hvítabandsins

October 4th, 2018 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru Hvítabandsfélagar,

Nú er nýtt starfsár runnið upp. Konur hafa mætt vel á viðburði Hvítabandsins síðustu árin og stjórnin vonar að á því verði framhald.

Fyrsti félagsfundur haustsins verður verður með óformelgu sniði, fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 3. október nk. á Satt, veitingahúsi (Hótel Loftleiðir) kl. 19.00. Í boði er súpa dagsins og brauð á 1.450 krónur og borgar hver fyrir sig, hægt er til viðbótar að kaupa sér kaffi fyrir þær sem það vilja.
Lydía setur fund og segir í stuttu máli frá aðsendum bréfum og fleiri málefnum.
Guðríður Gyða Halldórsdóttir kemur á fundinn til okkar og segir frá bók sinni ,,Ilmkjarnaolíur, Lyfjaskápur náttúrunnar,,.
Við vonum að konur mæti vel til fyrstu samverustundar vetrarins í huggulegu umhverfi, eigi notalega og góða stund saman með léttu spjalli.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 1. október með því að svara þessu tölvuskeyti. Einnig er hægt að hringja Lydíu í síma 89303092.

Aðrir félagsfundir vetrarins 2018/19 verða sem hér segir:
• 8. nóvember að Hallveigarstöðum kl. 19:30 – ath breyttan fundardag
• 5. desember, jólafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
• 6. febrúar, síðdegis í kaffihúsi
• 6. mars aðalfundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
• 3. apríl gestafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
• maí, tilkynnt síðar

Kaffinefndir í vetur verða eftirfarandi:

Nóvember: Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir Steinunn Stefánsdóttir

Desember: Dagmar Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir Oddfríður Helgadóttir

Mars: Sigrún Högnadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir

Apríl: Ástríður Thoroddsen, Lotte Gestsson, Anna Margrét Björnsdóttir

Við hvetjum ykkur til að standa skil á árgjaldi og greiða inn á reikning Hvítabandsins 137-15-370303, kt. 650169-6119, eða til gjaldkera á fundum.

Hittumst hressar og ánægðar á viðburðum félagsins okkar í vetur.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.