Header

Jólafundur Hvítabandsins miðvikudaginn 3.desember kl. 19:00

November 28th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized


Formaður setur fund.
Ritari les fundargerð síðasta fundar.
Styrkjum verður úthlutað.

Við vonumst til að sjá á fundinum þá félaga Hvítabandsins, sem eiga stórafmæli á þessu ári. Þeim til heiðurs veitir Hvítabandið styrk til góðgerðamála. Það verður upplýst á fundinum hvert styrkurinn rennur.
Á jólafundinum verður að vanda safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin og vonumst við eftir góðri þátttöku.
Góðir gestir koma á fundinn og flytja okkur jólalög við píanóundirleik.
Þær Guðrún Kristjónsdóttir, Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, Margrét Albertsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir hafa tekið að sér að koma upp hátíðarborði með gómsætum veitingum.
Sr. Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju, heimsækir okkur og flytur jólahugvekju.
Á fundinum verður lokakönnun á því hvort nægileg þátttaka verður í vorferð til Noregs. Ferðin er fjögurra daga frá 7. til 10. maí og tilboðsverð á flugferð og hóteli með morgunmat hljóðar upp á 83.500 kr.
Mætum vel í jólastemninguna á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og tökum með okkur gesti.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.