Header

Maífundur og vorferð

May 1st, 2013 | Posted by admin in Uncategorized

Maífundur  Hvítabandsins verður haldinn hjá Dyngjunni að Snekkjuvogi 21, Rvík.  miðvikudaginn  8. maí  2013  kl.16:00. ATH breyttan tíma.

Skráning á fundinn er á hvitabandid@hvitabandid.is  eða hafa samband við formann Dagmar Sigurðardóttur í síma 8246129 í síðasta lagi nk. mánudagskvöld.  Þegar er kominn nokkur fjöldi en þessi fundur er eingöngu fyrir félagsmenn.

                                 Vorferð Hvítabandsins 29. maí 2013 

Kópavogur verður heimsóttur og er mæting miðvikudaginn 29. maí n.k. kl. 16:30 við Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi  þar tekur á móti okkur Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður.  Frá Tólistarsafninu verður gengið yfir á Nátturufræðistofu Kópavogs þar tekur á móti okkur Haraldur Rafn Ingvarsson verkefnastjóri og þaðan göngum við eða ökum yfir brúnna að veitingahúsinu Retro eigum þar góða stund saman, snæðum kjúklingasúpu, brauð og kaffi, herlegheitin kosta 2.100- krónur.

Tónlistasafnið Háubraut 2  er beint á móti Náttúrufræðistofu, Hamraborg 6a.  Retro, Hamraborg  3  

Skráning í vorferðina er á maífundinum en einnig  hjá Þorbjörgu Guðmundsdóttur, Netfang thg@xco.is, sími 557 4777

 

Það vantar konur til starfa í Mæðrastyrksnefnd og í verslunina í Furugerði 1 og eru konur sem hafa tök á að taka þátt í þessum verkefnum beðnar að hafa samband við Dagmar s. 8246129 til að fá nánari upplýsingar. 

Minnum einnig  á félagsgjaldið kr. 2.000.- hægt er að leggja það inn á reikning félagsins:  kt. 650169-6119, banki  0137-15-370303

 

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.