Header

Dagskrá vetrarins 2024-2025

September 29th, 2024 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar,

Við vonum að þið hafið átt ánægjulegt sumar, með sól og sumaryl í hjarta, að minnsta kosti. Fundir vetrarins verða eins og vanalega haldnir fyrsta miðvikudag mánaðarins að Hallveigarstöðum, kl 18:30, nema annað sé tekið fram.

 

Dagskrá vetrarins er:

2. október 2024

6. nóvember 2024

4. desember 2024 – Jólafundur

5. febrúar 2025

5. mars 2025- Aðalfundur

2. apríl 2025

Vorferð verður farin í maí 2025; dagsetning og nánari upplýsingar verða auglýst síðar.

 

Dagskrá októberfundar:

  • Almenn fundarstörf
  • Hugvekja Kristrúnar Ólafsdóttur
  • Aðalerindi kemur frá Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur, félagsráðgjafa.

Veitingar eru í umsjá Sigríðar Unnar og Dagmarar Elínar Sigurðardætra og Ragnhildar Jónasdóttur. Boðið verður upp á kjúklingasúpu og rjómatertu.

 

Með bestu kveðju,

Fyrir Guð, heimilið og þjóðina,

Stjórnin

Vorferð 2024

April 30th, 2024 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Gleðilegt sumar kæru Hvítabandsfélagar.

Vorferð okkar verður miðvikudaginn 8. maí n.k.IMG_4401-1284x630

Dagskrá:
Við hittumst við Kópavogskirkju kl. 16:30 þar sem séra Sigurður Arnarson segir okkur frá verkum Gerðar Helgadóttur í kirkjunni.
Á eftir leggjum við leið okkar í Krónikuna sem er veitingastaður í Gerðarsafni þar sem við njótum veitinga og fögnum sumri.

Vinsamlega látið vita um þátttöku. Ef þörf er á akstri látið þá vita.

Fyrir Guð heimilið og þjóðina

Kveðja
Þorbjörg

Nóvemberfundur 2023

October 31st, 2023 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Nóvemberfundur Hvítabandsins verður miðvikudaginn þann 1. nóvember kl. 18:30 að Hallveigarstöðum.

Dagskrá fundar:
Hugvekja: Oddfríður Helgadóttir
Erindi: Rakel Adolphsdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands
Ljóð: Lydía Kristóbertsdóttir

Veitingar í umsjá Ástríðar Thoroddsen og Margrétar Albertsdóttur.

Fyrir Guð, heimilið og þjóðina.

Dagskrá vetrar 2022-2023

November 3rd, 2022 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Fundardagar vetrarins 2022-2023

    Miðvikudaginn 5. október 2022 kl. 16:00 ATH breyttan tíma

    Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 kl. 18:30

    Miðvikudaginn 7. desember 2022 kl. 18:30

    Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 kl. 18:30

    Miðvikudaginn 1. mars 2023 kl. 18:30 Aðalfundur

    Föstudaginn 5. apríl 2023 kl. 18:30

    Stefnt er að vorferð í byrjun maí. Nánari dagsetning auglýst síðar.

Jólafundur 1. desember 2021

November 28th, 2021 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélaagar,
jólafundur okkar verður haldinn að Hallveigastöðum miðvikudaginn 1.
desember og hefst hann kl. 18:30
Hugvekja verður í umsjá séra Guðrúnar Karls Helgudóttur
Jólasögu les Oddfríður Steinunn HelgadóttirJólamynd 2017
Við njótum tónlistar Ólafs Freys Birkissonar ásamt meðleikurum.
Stjórnin sér um veitingar.
ATH. kl.18:30 og tilkynna þátttöku

Fyrir Guð heimilið og þjóðina

f.h stjórnar
Þorbjörg Guðmundsdóttir
formaður

Nóvemberfundur

October 27th, 2021 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar,
okkar næsti fundur verður haldinn að Hallveigastöðum miðvikudaginn 3. nóvember kl. 18:30.
Efni fundar:
Almenn fundarstörf
Hugvekju flytur okkur Ingibjörg Þóra Ólafsóttir,
Aðalerindi flytur okkur nýkjörinn forseti KÍ Dagmar ElínIMG_1239 (1)
Sigurðardóttir
Elín Snorradóttir og Lydia Kristóbertsdóttir sjá um veitingar.
Á meðfylgjandi mynd sjáið þið glæsilegar mæðgur og fulltrúa
Hvítabandsins og nýkjörinn forseta KÍ á 39.þingi Kvennfélagasambands Íslands í Borgarnesi dagana 15.- 17.
október.
Hlakka til að sjá ykkur allar og endilega takið með ykkur gesti.

Fyrir Guð heimilið og þjóðina.

Fh. stjórnar
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Formaður

Októberfundur

October 2nd, 2021 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar.

Fyrsti fundur vetrarins verður að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 6.
október 2021 og hefst kl. 18:30 takið eftir 18:30.
Efni fundarins eru almenn fundarstörf, hugvekju flytur Ingveldur Ingólfsdóttir.
Gestur fundarins og fyrirlesari er Eyrún Ingadóttir og fjallar erindi hennar um
Sigríði í Brattholti
Ásdís Hjálmtýsdóttir sér um súpu fyrir okkur af sinni af sinni alkunnu
snilld.

Vinsamlegast látið vita um mætingu fyrir mánudag.
ATH. breyttur fundartími 18:30
Hlakka til að sjá ykkur

Fyrir Guð heimilið og þjóðina
Fyrir hönd stjórnar
Þorbjörg Guðmundsdóttir
formaður

Fundir vetrarins 2021-2022

September 12th, 2021 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar,

Vona að sumarið hafi leikið við ykkur.
Fundir vetrarins verða fyrsta miðvikudag í mánuði,
6.október, 3. nóvember, 1. desember 2021 og 2022 2. febrúar, 2. mars,
6. apríl, maí vorfundur dagsetning ákveðin síðar.
Fundar efni októbermánaðar verður tilkynnt síðar.

Kveðja
Þorbjörg

Afmælis- og framhaldsaðalfundur, 28.apríl 2021, kl.19:30

Dagskrá
Hugvekja: Margrét Guðmundsdóttir
Framhaldsaðalfundarstörf
Erindi um konuna sem elskaði Fossinn:Eyrún Ingadóttir
Kaffi: Dagmar og IngveldurVormynd
Vorferðin kynnt
Önnur mál
Kveðja,
Stjórnin
Félagsggjald fyrir starfsárið 2021, kr 3000
Greiðist inn. á banka 137-15-370303, kt. 650169-6119
Kæru Hvítabandsfélagar,

Aftur setur Covid strik í starfsemi Hvítabandsins. Framhaldsaðalfundurinn sem
jafnframt er afmælisfundur sem halda átti þann 7. apríl 2021 færist til miðvikudagsins 28.
apríl 2021

Afmælis og framhaldsaðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að
Hallveigastöðum miðvikudaginn 7. apríl n.k. og hefst kl. 19:30 dagskrá
fundar verður send þegar nær dregur.

Kveðja
Stjórnin

Aðalfundur 3. mars 2021

February 25th, 2021 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar,

Staðfest er að aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn áHvítabandið lógó sér
Hallveigarstöðum miðvikudaginn 3.mars n.k. kl. 19:30 eins og tilkynnt
var í síðasta tölvupósti til ykkar.
Fundarefni: Almenn aðalfundar störf.

Vinsamlegast staðfestið mætingu.

Fylgjum sóttvarnarreglum eins og hægt er spritt, gríma og
fjarlægðarmörk.

Kærar Kveðjur
Fyrir hönd stjórnar
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Formaður