Header

1. febrúar 2017 – Dagur kvenfélagskonunnar

January 24th, 2017 | Posted by admin in Uncategorized

Á 80 ára afmæli Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, var stofndagur þess 1. febrúar útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar”.meeting

Í tilefni af þessum degi mun Kvennasamband Reykjavíkur vera með opið hús á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík,        miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 17-18.30.

Félagsmenn hvattir til þátttöku enda einstakt tækifæri til að hitta hina ýmsu félagsmenn úr öðrum félögum og kynnast starfsemi félaganna.

Um leið er þetta gott tækifæri til að efla tengslanetið.

Gestir sem vilja njóta dagsins með okkur eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Dagskrá:

Örkynningar um starfsemi einstakra félaga.

Efling tengslanets – Maður er manns gaman

Kaffiveitingar seldar á vægu gjaldi eða kr. 1.000. – (ekki tekið við greiðslukortum)

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið dagmarelin@simnet.is fyrir sunnudaginn 29. janúar 2017

Kvennasamband Reykjavíkur

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.