Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 7. október 2013 kl. 19:30 og er okkur boðið í heimsókn til Kvenfélags Árbæjarsóknar. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju, Rofabæ en það er fyrir neðan kirkjuna og gengið niður með henni. – Athugið breyttan fundartíma. –
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið hvitabandid (hjá) hvitabandid.is eða hafið samband við Dagmar Sigurðardóttur s. 824 6129 eða Helgu Ólafsdóttur s. 552 9447 í síðasta lagi fimmtudaginn 3. október.
Aðrir fundir fram að áramótum eru haldnir að Hallveigarstöðum kl. 19:30 og eru þessir:
Miðvikudaginn 6. nóvember
Kaffinefnd skipa: María Eggertsdóttir, Lotte Gestsson og Kristrún Ólafsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember – jólafundur
Kaffinefnd skipa: Elín Snorradóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Svanhildur Eyjólfsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir
Áætlað er síðan að hafa jólaföndur í nóvember og verður nánar sagt frá því á fundi félagsins.
Vonum að við sjáum sem flesta á fundum félagsins og eru gestir og nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.