Header

Dagskrá vetrarins 2024-2025

September 29th, 2024 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru Hvítabandsfélagar,

Við vonum að þið hafið átt ánægjulegt sumar, með sól og sumaryl í hjarta, að minnsta kosti. Fundir vetrarins verða eins og vanalega haldnir fyrsta miðvikudag mánaðarins að Hallveigarstöðum, kl 18:30, nema annað sé tekið fram.

 

Dagskrá vetrarins er:

2. október 2024

6. nóvember 2024

4. desember 2024 – Jólafundur

5. febrúar 2025

5. mars 2025- Aðalfundur

2. apríl 2025

Vorferð verður farin í maí 2025; dagsetning og nánari upplýsingar verða auglýst síðar.

 

Dagskrá októberfundar:

  • Almenn fundarstörf
  • Hugvekja Kristrúnar Ólafsdóttur
  • Aðalerindi kemur frá Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur, félagsráðgjafa.

Veitingar eru í umsjá Sigríðar Unnar og Dagmarar Elínar Sigurðardætra og Ragnhildar Jónasdóttur. Boðið verður upp á kjúklingasúpu og rjómatertu.

 

Með bestu kveðju,

Fyrir Guð, heimilið og þjóðina,

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.