Kæru Hvítabandsfélagar,
Við vonum að þið hafið átt ánægjulegt sumar, með sól og sumaryl í hjarta, að minnsta kosti. Fundir vetrarins verða eins og vanalega haldnir fyrsta miðvikudag mánaðarins að Hallveigarstöðum, kl 18:30, nema annað sé tekið fram.
Dagskrá vetrarins er:
2. október 2024
6. nóvember 2024
4. desember 2024 – Jólafundur
5. febrúar 2025
5. mars 2025- Aðalfundur
2. apríl 2025
Vorferð verður farin í maí 2025; dagsetning og nánari upplýsingar verða auglýst síðar.
Dagskrá októberfundar:
- Almenn fundarstörf
- Hugvekja Kristrúnar Ólafsdóttur
- Aðalerindi kemur frá Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur, félagsráðgjafa.
Veitingar eru í umsjá Sigríðar Unnar og Dagmarar Elínar Sigurðardætra og Ragnhildar Jónasdóttur. Boðið verður upp á kjúklingasúpu og rjómatertu.
Með bestu kveðju,
Fyrir Guð, heimilið og þjóðina,
Stjórnin