Header

Félagsfundur 6. nóvember 2013 kl. 19:30

October 28th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized

Hvítabandið heldur félagsfund 6. nóvember, klukkan 19:30 að Hallveigarstöðum.

Dagskrá:

1. Formaður setur fund
2. Hervör Jónasdóttir flytur hugvekju
3. Lesin fundargerð síðasta félagsfundar
4. Formaður segir frá starfinu og ferð sinni til Noregs á fund systrasamtaka Hvítabandsins.
5. Kynning á jólaföndrinu 11. nóvember klukkan 17-19 á Hallveigarstöðum.
6. Kaffihlé. Í kaffinefnd kvöldsins eru þær María Eggertsdóttir, Lotte Gestsson og Kristrún Ólafsdóttir.
7. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor er gestur fundarins. Hún ætlar að ræða um Ólafíu Jóhannsdóttur. Um hana ritaði hún bókina Kona kvennanna, frumkvöðullinn Ólafía Jóhannsdóttir.

Hvítabandskonur, fjölmennum á þennan fund og tökum með okkur gesti.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.