Header

Félagsfundur miðvikudaginn 5. febrúar 2014 Hótel Natura kl. 16:00-17:30

January 29th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru Hvítabandskonur

Stjórninni hefur dottið í hug sú nýbreytni að halda einn fund á vetri á kaffihúsi.

Hotel Natura (Hótel Loftleiðir) býður okkur velkomnar í síðdegiskaffi næstkomandi miðvikudag 5. febrúar kl. 16, og við gerum ráð fyrir að njóta samverunnar til kl. 17:30.

Á boðstólum verður kaffi með snittum og kökum á 1.750 krónur.

Hvítabandinu bárust fyrir jólin góðar kveðjur úr ýmsum áttum og þær verða lesnar upp á fundinum. Annars sitjum við og spjöllum og njótum veitinga í þægilegu umhverfi.

Hotel Natura þarf að vita hve mörgum má gera ráð fyrir og því þarf að tilkynna sig helst fyrir 3. febrúar í síma 565 8774 eða 824 6129 (Dagmar formaður) eða á hvitabandid(hja)hvitabandid.is

Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir og að félagskonur fjölmenni og taki með sér aðrar konur.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.