Header

Framhalds-aðalfundur Hvítabandsins

March 27th, 2018 | Posted by admin in Uncategorized

Framhalds-aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 4. apríl 2018 kl. 19:30

Dagskrá:

Hugvekja – Auður Aðalseinsdóttir
Fundargerð síðasta fundar
Kosning stjórnar
Kaffihlé
Önnur mál

Umræður um málefni félagsins og það sem framundan er.

Skv. lögum félagsins mega stjórnarkonur og eða formaður eingöngu sitja 6 ár í senn í stjórn, því er komið að því að kjósa tvo í stjórn, þar á meðal nýjan formann á þessum framhalds-aðalfundi.
Það er ákaflega áríðandi að sem flestir mæti. Að velja nýjan formann og stjórnarkonu er sameiginlegt verkefni okkar allra í félaginu því það skiptir máli hverjar skipa stjórnina, félaginu til heilla.
Hvetjum konur til að mæta vel á þennan framhalds-aðalfund félagsins og taka þátt í starfinu.

Minnum einnig á félagsgjöldin sem eru óbreytt, 3.000 kr.
Vinsamlega sendið allar breytingar á netföngum á kus@simnet.is einnig ef þið eruð að fá bréf með póstinum en ekki tölvupósti.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.