Framhalds-aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 4. apríl 2018 kl. 19:30
Dagskrá:
Hugvekja – Auður Aðalseinsdóttir
Fundargerð síðasta fundar
Kosning stjórnar
Kaffihlé
Önnur mál
Umræður um málefni félagsins og það sem framundan er.
Skv. lögum félagsins mega stjórnarkonur og eða formaður eingöngu sitja 6 ár í senn í stjórn, því er komið að því að kjósa tvo í stjórn, þar á meðal nýjan formann á þessum framhalds-aðalfundi.
Það er ákaflega áríðandi að sem flestir mæti. Að velja nýjan formann og stjórnarkonu er sameiginlegt verkefni okkar allra í félaginu því það skiptir máli hverjar skipa stjórnina, félaginu til heilla.
Hvetjum konur til að mæta vel á þennan framhalds-aðalfund félagsins og taka þátt í starfinu.
Minnum einnig á félagsgjöldin sem eru óbreytt, 3.000 kr.
Vinsamlega sendið allar breytingar á netföngum á kus@simnet.is einnig ef þið eruð að fá bréf með póstinum en ekki tölvupósti.
Stjórnin