Header

Fréttir eftir aðalfund

March 24th, 2019 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru Hvítabandsfélagar,

Kvenfélagskonur í Mosfellsbæ langar að bjóða félögum í Hvítabandinu að koma í heimsókn til þeirra á félagsfund þann 1.apríl 2019 kl. 20:00. Fundurinn er í fundarsal í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 Mosfellsbæ.

Við ætlum að hittast við Breiðholtskirkju og sameinast þar í bíla og vera samferða upp í Mosfellsbæ.

Vinsamlega tilkynnið þáttöku á netfangið: kus@simnet.is fyrir miðvikudaginn 27. mars 2019.

Það verður ekki félagsfundur hjá Hvítabandinu 3. apríl nk. Stjórnin hvetur konur til að þiggja heimboð kvenfélags Mosfellsbæjar og koma á fund þar.

Stjórnin vill einnig biðja konur að taka 8. maí frá fyrir vorferð sem er fyrirhuguð þá.

Til upplýsingar, á síðasta aðalfundi voru kosnar tvær nýjar konur í stjórn, Þorbjörg Guðmundsdóttir bauð sig fram til formanns, Margrét Guðmundsdóttir bauð sig fram til ritara, aðrir í stjórn eru Lydía Kristóbertsdóttir gjaldkeri, Auður M, Aðalsteinsdóttir og Ragnhildur Jónasdóttir meðstjórnendur.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.