Header

Fundir falla niður í vor

March 31st, 2020 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru Hvítabandsfélagar,

Ég vona að þið séuð allar hressar og haldið ykkur eins mikið heima ogTulips
mögulegt er. Opið er í verslun okkar í Furugerði, Ragnhildur
Jónasardóttir sér ein um innkaup og afgreiðslu.
Þökkum við óeigingjart starf hennar fyrir félagið á tíma
kórónuveirunnar.
Eins og við öll vitum er samkomubann vegna kórónuveirunnar, þar með
falla niður afmælisfundur okkar sem átti að vera í apríl og eins
verður ekkert af vorferð í maí.

Heilsist ykkur sem best. Fyrir Guð heimilið og þjóðina

Kær kveðja fyrir hönd stjórnar,
Þorbjörg Guðmundsdóttir
formaður

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.