Header

Fundur 5. október 2016

October 1st, 2016 | Posted by admin in Uncategorized

 

Nú er nýtt starfsár runnið upp. Konur hafa mætt vel á viðburði Hvítabandsins síðustu árin og stjórnin vonar að á því verði framhald.

Súpufundur verður haldinn 5. október 2016 kl. 19:30 í Kaffi Meskí í Faxafeni 9. Þarna er boðið upp á gómsæta súpu á 1350 krónur:

  • Dagmar setur fund
  • Auður María Aðalsteinsdóttir flytur hugvekju
  • Kynning á því hvernig útbrunnin sprittkerti og kerti úr vaxi eru endurnýtt, m.a. á sambýli í Stykkishólmi.

Við vonum að konur mæti vel til fyrstu samverustundar vetrarins í huggulegu umhverfi.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 3. október með því að svara þessu skeyti eða í síma Helgu 5529447. Dagmar tekur einnig á móti þátttökutilkynningum á netfangið dagmarelin@gmail.com, í síma 843 3957 eða 565 8774.

Aðrir félagsfundir vetrarins 2016/17 verða sem hér segir:

  • 2. nóvember að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 7. desember, jólafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 1. febrúar síðdegis í kaffihúsi
  • 1. mars aðalfundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 5. apríl gestafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 17. maí vorferð

Kaffinefndir í vetur verða eftirfarandi:

Nóv: Ragnhildur Einarsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir og Margrét Albertsdóttir

Des: Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir og Steinunn Þórðardóttir

Mars: Elín Snorradóttir, Elín Þórðardóttir og Steinunn Stefánsdóttir

Apríl: Valdís Ólafsdóttir, Sigríður Unnur Sigurðardóttir og Sigrún Högnadóttir

Nokkuð er um að félagar eigi ógreidd félagsgjöld, kr. 3000, fyrir yfirstandandi ár. Við hvetjum ykkur til að standa skil á árgjaldi og greiða inn á reikning Hvítabandsins 137-15-370303, kt. 650169-6119, eða til gjaldkera á fundum.

Hittumst hressar og ánægðar á viðburðum félagsins okkar í vetur.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.