Header

Gestafundur 3. apríl kl. 19:30

March 26th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized


Afmælis- og gestafundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigastöðum
miðvikudaginn  3. apríl  2013  kl.19:30.  

Kvenfélag Árbæjarsóknar munu heimsækja okkur og einnig  nýkjörinn formaður BKR.   Við vonum að sem flestar geti mætt  og biðjum við ykkur félaganna að vera duglegar að bjóða gestum með ykkur til að kynnast félaginu og eiga góða stund saman.   Við hefjum fundinn á hefðbundnum störfum en eftir kaffihlé þar sem félagskonur munu reiða fram dýrindis veitingar verður dagskráin með léttu og skemmtilegu ívafi.

Það verður tískusýning með öllu því nýjasta í vortískunni  frá Versluninni Möst í Skeifunni.  Gestir koma og taka lagið fyrir okkur.  

Minnum á félagsgjaldið kr. 2.000.- hægt er að leggja það inn á reikning félagsins:

kt. 650169-6119, banki  0137-15-370303  

Hlökkum til að sjá ykkur sem flesta og munið að taka með ykkur gesti.    

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.