Header

Gestafundur 5. apríl 2017 kl. 19:30

April 2nd, 2017 | Posted by admin in Uncategorized

Nú er komið að gestafundinum okkar sem haldinn verður að Hallveigarstöðum 5. apríl nk. kl.19:30. Kvenfélag Mosfellsbæjar hefur þegið heimboð okkar að koma á fundinn.Páskamynd

Fundurinn verður með hefðbundinni dagskrá. Auk þess kemur Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri fatasöfnunar Rauða Krossins segir okkur frá starfinu og einnig  hvernig hægt er að endurvinna m.a. það sem er ekki heillegt.

Hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti til að kynnast félaginu, eiga góða stund saman og hlýða á fróðlegt erindi.

Óvæntur glaðningur.

Kaffinefnd skipa þær Sigríður Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir, Sigrún Högnadóttir auk stjórnar.

Við hvetjum félaga til að standa skil á árgjaldi og greiða inn á reikning Hvítabandsins 137-15-370303, kt. 650169-6119, eða til gjaldkera á fundinum.

 Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.