Header

Heimsókn til Kvenfélags Bústaðasóknar

October 31st, 2016 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru Hvítabandskonur

Næsti fundur í félaginu okkar verður haldinn í Bústaðakirkju, 14. nóvember 2016 klukkan 20.

Formaður Kvenfélags Bústaðasóknar, Hólmfríður Ólafsdóttir, sendi okkur bréf á dögunum og bauð okkur á fund. Dóra Sólveig fatahönnuður kemur á fundinn og sýnir okkur það sem hún er að gera og verður með kjóla til sýnis og sölu. Kaffiveitingar verða að hætti kvenfélagskvenna, segir Hólmfríður og þá væntanlega ekki af verri endanum.

Vegna boðsfundarins í Bústaðakirkju fellur áður boðaður Hvítabandsfundur nóvembermánaðar niður.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku helst fyrir fimmtudaginn 10. nóvember með því að svara þessu skeyti eða í síma Helgu 5529447. Dagmar tekur einnig á móti þátttökutilkynningum, dagmarelin@gmail.com í síma 843 3957 eða 565 8774.

Látið einnig vita ef þið viljið fá far með akandi Hvítabandskonum.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.