
Kæru Hvítabandsfélagar.
Jólafundur félagsins verður haldinn á Hallveigastöðum miðvikudaginn 3 desember klukkan 18.30 – 20.30
Formaður setur fundinn
Brynhildur Sveinsdóttir les jólahugvekju
Ritari les upp fundagerð síðustu funda
Kaffi, þær Margrét Guðmundsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ragnhildur Jónasdóttir sjá um kaffið og Kaffigjaldið er 1500 kr..
Helga Hinriksdóttir ljósmóðir segir jólasögur úr æsku
Þær Brynhildur, Sigríður, Helga, Valgerður og Unnur Brynja ætla að syngja okkur inn í jólin með nokkrum jólalögum.
Önnur mál :
Seldar verða nýjar nælur félagsins á 1000 krónur stykkið til styrktar Hvítabandinu.
Vonandi geta sem flestir mætt og endilega takið með ykkur gesti.
Fyrir guð heimilið og þjóðina
Fh. Stjórnar
Sigríður U Sigurðardóttir formaður.
