28. nóvember 2012
Ágætu Hvítabands félagar
Jólafundurinn verður haldinn að Hallveigastöðum miðvikudaginn 5. desember kl.19:30.
Fundurinn hefst með hefðbundinni dagskrá. Hlýðum á jólasögu og jólasöng.
Jólahugvekjuna flytur Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi.
Dóra Ólafsdóttir, Kristrún Ólafsdóttir og María Eggertsdóttir sjá um kaffiveitingar.
Í stað þess að vera með jólapakka þá munum við eins og áður láta umslag ganga á milli fyrir Dyngjukonur.
Hvetjum ykkur til að mæta og taka með ykkur gesti. Njótum samverunnar á aðventunni og hlýðum á yndislega jóladagskrá.