Header

Jólafundur – Hallveigarstöðum 4. desember kl. 19:30

November 29th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized

Jólafundur Hvítabandsins að Hallveigarstöðum

miðvikudaginn 4. desember kl. 19:30

Kæru Hvítabandskonur

Nú fer að líða að jólafundinum okkar. Á boðstólum verður jólamatur; hangikjöt með góðu meðlæti og öli, á eftir er glæsilegur eftirréttur og kaffi.

Á skemmtidagskrá er söngatriði og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra mun ávarpa samkomuna ásamt fleiri gestum.

Styrkir verða veittir og félagskonur sem átt hafa stórafmæli á árinu heiðraðar.

Á jólafundinum verður að vanda safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin og vonumst við eftir góðri þátttöku.

Mætum vel í jólastemninguna á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og tökum með okkur gesti.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.