Header

Jólafundur Hvítabandsins

December 5th, 2016 | Posted by admin in Uncategorized

jol

Aðventan er gengin í garð og þá hittumst við og njótum hátíðardagskrár í félaginu okkar.   Jólafundurinn verður haldinn á Hallveigarstöðum miðvikudaginn 7. desember 2016 kl. 19:30.

Dagskrá:

  •    Formaður setur fund.
  •    Hugvekju flytur Kristrún Ólafsdóttir.
  •    Ritari les fundargerðir.
  •    Margrét Albertsdóttir les jólasögu.
  •    Að venju verða veittir styrkir og gestir koma að veita þeim viðtöku.
  •    Tilkynnt hver hlýtur „afmælisstyrkinn“. Stórafmælisbörn á árinu 2016 eru sérstaklega hvattar til að mæta og vera viðstaddar.
  •    Afhentur verður árlegur styrkur til Dyngjunnar.
  •    Að lokum syngjum við saman.

Á jólafundinum verður að venju safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin. Við vonumst eftir góðri þátttöku.

Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Ragnhildur Jónasdóttir sjá um gómsætar veitingar á hátíðarborðið.

Fjölmennum á jólafundinn og tökum með okkur gesti.

 Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.