Header

Kaffihúsafundar 3. febrúar kl. 16.00

January 24th, 2016 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru félagar í Hvítabandinumeeting

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna

Næsti fundur verður miðvikudaginn 3. febrúar að Grand hóteli við Sigtún kl. 16 – 17:30. Mikil ánægja var með staðinn fyrir ári síðan og því höfum við valið að hittast þarna aftur. Þegar við byrjuðum á kaffihúsafundunum var það ætlunin að finna árlega nýja staði. Varðandi næsta ár erum við þakklátar tillögum um kaffihús með góðu aðgengi og veitingum á þolanlegu verði. Veitingarnar á Grand hóteli hafa lítillega hækkað frá síðasta ári og kosta nú 2.350 krónur fyrir meðlætið og kaffi.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. febrúar með „reply“ á þetta skeyti (eða að hringja í Dagmar í síma 843 3957 eða Lydíu í síma 893 3092).

Hvítabandskonur hafa tekið þeirri nýbreytni vel að hafa á starfsárinu einn óformlegan fund á kaffihúsi, þar sem við spjöllum vítt og breytt án fundarstjórnar. Stjórnin vonast því eftir góðri mætingu félagskvenna og gjarnan með gesti.

Hittumst kátar og hressar 3. febrúar á Grand hóteli.

Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.