Eftir vel heppnaðan hátíðar- og afmælisfund lýkur starfinu í vetur með því að minnast Ólafíu Jóhannesdóttur, eina af stofnendum félagsins . Mæting er miðvikudaginn 20. maí kl. 17.00 við aðalhlið Gamla kirkjugarðsins, Ljósvallagötumegin. Gengið verður að leiði hennar þar sem lagður verður blómvöndur og kveikt á kerti. Því næst heimsækjum við kirkjustaðinn Mosfell í Mosfellsdal þar sem sr. Ragnheiður Jónsdóttir tekur á móti okkur, fræðir okkur um Mosfell, fæðingarstað Ólafíu og leggjum blómvönd við styttuna.
Ferðinni lýkur svo í Álafosskvosinni þar sem við snæðum ljúffenga kjúklingasúpu. Verðið er kr. 2.050.-, súpa, brauð og ábót og borgar hver fyrir sig.
Við ætlum að vera á einkabílum og biðjum ykkur um að sammælast um bíla. Þeir sem ekki hafa far eru beðnir um að láta vita um leið og þeir skrá sig og verður þeim útvegað bílfar.
Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi sunnudagskvöldið 17. maí á netfangið:
hvitabandid (hja)hvitabandid.is
Einnig er hægt að hringja í okkur í ferðanefndinni:
Dagmar Sigurðardóttir (formaður) s. 565 8774
Ástríður Thoroddsen (varaformaður) s. 565 9434
Lydía Kristóbertsdóttir (gjaldkeri) s. 557 3092
Minnum einnig á félagsgjaldið kr. 2.000.- hægt er að leggja það inn á reikning félagsins:
kt. 650169-6119, banki 0137-15-370303
Hvetjum ykkur til að mæta og eru gestir velkomnir.
Með kveðju.
Ferðanefndin