Header

VORFERÐ-FUNDUR 14. maí 2014

May 4th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized

VORFERÐ HVÍTABANDSINS

Kæru Hvítabandsfélagar,

Nú líður senn að vorferðinni okkar miðvikudaginn 14. maí 2014 en ferðin er jafnframt maífundur félagsins. Farið verður að þessu sinni um Suðurstrandaveg með viðkomu í Krýsuvík, Strandarkirkju og Húsinu á Eyrarbakka.
Ljúffengur kvöldverður verður snæddur i Tryggvaskála á Selfossi.

Ferðin kostar 6.000.- krónur og er innifalið: Rútan, kvöldverður, hressing og aðgangseyrir í Húsið. Greitt er við rútuna.

Leiðsögumaður í ferðinni verður Helgi Ágústsson

Lagt verður af stað sundvíslega kl. 16.00 frá planinu í Mjóddinni fyrir ofan kirkjuna og er áætluð heimkoma um kl. 21.00.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudaginn 9. maí.

Símar: 869-5010 (Heba)
824-6129 (Dagmar)
Netfang: hvitabandid@hvitabandid.is

Fjölmennum í þessa góðu ferð og tökum með okkur gesti.

Með kveðju.
Ferðanefndin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.