VORFERÐ HVÍTABANDSINS
Nú líður senn að vorferðinni okkar miðvikudaginn 14. maí 2014 en ferðin er jafnframt maífundur félagsins. Farið verður að þessu sinni um Suðurstrandaveg með viðkomu í Krýsuvík, Strandarkirkju og Húsinu á Eyrarbakka.
Ljúffengur kvöldverður verður snæddur i Tryggvaskála á Selfossi.
Ferðin kostar 6.000.- krónur og er innifalið: Rútan, kvöldverður, hressing og aðgangseyrir í Húsið. Greitt er við rútuna.
Leiðsögumaður í ferðinni verður Helgi Ágústsson
Lagt verður af stað sundvíslega kl. 16.00 frá planinu í Mjóddinni fyrir ofan kirkjuna og er áætluð heimkoma um kl. 21.00.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudaginn 9. maí.
Símar: 869-5010 (Heba)
824-6129 (Dagmar)
Netfang: hvitabandid@hvitabandid.is
Fjölmennum í þessa góðu ferð og tökum með okkur gesti.
Með kveðju.
Ferðanefndin