Header

Vorferð Hvítabandsins 16. maí 2018

May 4th, 2018 | Posted by admin in Uncategorized

Kæru HvítabandsfélagarStytta af Ólafíu
Ferðatilhögun vorferðar Hvítabandsins 16. maí.
Hittumst í Mjóddinni, nánar tiltekið við Breiðholtskirkju kl. 16:15, rútan leggur af stað stundvíslega kl. 16:30.
Við munum byrja á því að stoppa við kirkjuna í Mosfellsdal og leggja blóm við minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur. Síðan verður haldið áleiðis að Laugarvatni og stoppað við Laugavatnshellinn, þaðan förum við í Efstadal og snæðum þar kvöldverð. Í boði verður kjötsúpa, salad og brauð.
Guðrún Ásmundsdóttir ætlar að stytta okkur stundina í rútunni og fræða okkur á leiðinni m.a. um Ólafíu Jóhannsdóttur.
Áætluð heimkoma er um 21.30-22.00.

Sumarkveðja,
Stjórnin

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Responses are currently closed, but you can trackback.