Header

Author Archives: admin

2015-04-17 15.48.03-6Hvítabandið hefur verið starfrækt í 120 ár og hélt upp á þessi tímamót á afmælisdeginum en félagið var stofnað 17. apríl 1895 og hefur starfað óslitið síðan. Á hátíðarfundi var veittur styrkur til bágstaddra barnafjölskyldna að upphæð 1,2 milljónir króna, 1.000 kr. fyrir hvert starfsár og 1 fjölskylda fyrir hvern áratug sem Hvítabandið hefur verið starfrækt og fá því 12 fjölskyldur hver um sig 100.000 kr. í formi gjafakorta. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, sem Hvítabandið er aðili að, var falið að koma gjöfunum áleiðis í hendur þeirra þar sem þörfin er mest með áherslu á barnafjölskyldur.

Hvítabandið hefur frá upphafi helgað sig mannúðar- og líknarmálum. Stærsta einstaka verkefni félagsins er án efa bygging Sjúkrahúss Hvítabandsins við Skólavörðustíg sem félagið reisti á eigin kostnað og starfrækti í tæpan áratug. Upphaflega átti það að verða hvíldar- og hressingarheimili fyrir konur að aflokinni spítalavist en vegna mikils skorts á sjúkrarúmum í Reykjavík var því breytt í sjúkrahús og var fyrsta almenna sjúkrahúsið sem yfirvöld í höfuðstaðnum ráku en Hvítabandið gaf Reykjavíkurborg húsið með öllum áhöldum og innanstokksmunum.

Saga Hvítabandsins varpar ljósi á óformlegar valdaleiðir kvenna. Formæður okkar höfðu áhrifavald sem skipti sköpum í þróun velferðarmála á Íslandi og endurspeglar saga líknarfélaga þessi völd kvenna. Þeim tókst að hrinda í framkvæmd ýmsum mannúðar- og velferðarmálum sem eru í höndum hins opinbera í dag. Barátta formæðra okkar fyrir betra lífi endurspeglast í starfi félagsins. Saga Hvítabandsins sem sögð er í bókinni „Aldarspor“ leiðir í ljós framlag kvenna í mótun heilbrigðis- og félagsmála á Íslandi.

Vorferð 20. maí kl. 17.00

May 10th, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Stytta af Ólafíu

Eftir vel heppnaðan hátíðar- og afmælisfund lýkur starfinu í vetur með því að minnast Ólafíu Jóhannesdóttur, eina af stofnendum félagsins . Mæting er miðvikudaginn 20. maí kl. 17.00 við aðalhlið Gamla kirkjugarðsins, Ljósvallagötumegin. Gengið verður að leiði hennar þar sem lagður verður blómvöndur og kveikt á kerti. Því næst heimsækjum við kirkjustaðinn Mosfell í Mosfellsdal þar sem sr. Ragnheiður Jónsdóttir tekur á móti okkur, fræðir okkur um Mosfell, fæðingarstað Ólafíu og leggjum blómvönd við styttuna.
Ferðinni lýkur svo í Álafosskvosinni þar sem við snæðum ljúffenga kjúklingasúpu. Verðið er kr. 2.050.-, súpa, brauð og ábót og borgar hver fyrir sig.

Við ætlum að vera á einkabílum og biðjum ykkur um að sammælast um bíla. Þeir sem ekki hafa far eru beðnir um að láta vita um leið og þeir skrá sig og verður þeim útvegað bílfar.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi sunnudagskvöldið 17. maí á netfangið:
hvitabandid (hja)hvitabandid.is
Einnig er hægt að hringja í okkur í ferðanefndinni:
Dagmar Sigurðardóttir (formaður) s. 565 8774
Ástríður Thoroddsen (varaformaður) s. 565 9434
Lydía Kristóbertsdóttir (gjaldkeri) s. 557 3092

Minnum einnig á félagsgjaldið kr. 2.000.- hægt er að leggja það inn á reikning félagsins:
kt. 650169-6119, banki 0137-15-370303

Hvetjum ykkur til að mæta og eru gestir velkomnir.

Með kveðju.
Ferðanefndin

Fundur í maí og vorferð sameinuð

May 5th, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Eins og undanfarin ár verður fundurinn í maí sameinaður vorferðinni og er fyrirhugað að fara seinni partinn í maí.
Það verður því ekki fundur miðvikudaginn 6. maí og ætti að skýrast fljótlega hvenær farið verður.

Í ferðanefnd eru Dagmar Sigurðardóttir, Ástríður Thoroddsen og Lydia Kristóbertsdóttir.

Hátíðarfundur – 120 ára afmæli

April 3rd, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Þann 17. apríl nk. eru 120 ár liðin frá stofnun Hvítabandsins, líknarfélags.
Af því tilefni heldur félagið hátíðarfund að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, föstudaginn 17. apríl kl. 16:00 – 18:00.
Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 15. apríl á netfangið: hvitabandid(hja)hvitabandid.is.

Velunnurum félagsins er bent á líknarsjóð þess: kt. 650169-6119 banki 0117-15 – 370548

Stjórnin

Aðalfundur 2015

February 22nd, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)
Hvítabandið lógó sér

Aðalfundur Hvítabandsins 2015

að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 4. mars kl. 19:30

Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnarkjör
Skipan nefnda
Önnur mál

Kaffiveitingar annast Kristrún Ólafsdóttir, Dóra Ólafsdóttir og Ástríður Thoroddsen.

Ástríður Thoroddsen hefur tekið saman það sem hún kallar „örsögu“ um þátttöku kvenna við byggingu Landspítalans. Að aðalfundarstörfum loknum ætlar hún að deila með okkur þessum fróðleiksmolum sem verðugt er að rifja upp á 100. afmælisári kosningaréttar kvenna og 120. afmæli Hvítabandsins.

Já, Hvítabandið er 120 ára á þessu ári, því ber að fagna. Stjórnin hefur hafið undirbúning afmælisveislu sem halda skal á sjálfum stofndeginum 17. apríl. Góðum gestum hefur verið boðið í síðdegisboð sem við vonum að Hvítabandsfélagar fjölmenni á. Glæsilegar veitingar verða á boðstólum og ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar fyrir veislugesti.

Kvenfélag Breiðholts býður Hvítabandskonum til kvöldstundar á fundi þriðjudaginn 17. mars kl. 19. Á aðalfundi könnum við þátttöku svo gestgjafar okkar geti vitað hve mörgum má gera ráð fyrir frá Hvítabandinu.

Stjórnin

Ágætu Hvítabandsfélagar.

Næsti fundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 4. febrúar á Grand hóteli (gengið inn Sigtúns meginn) kl. 16.00-17.30.
Við ætlum að njóta samverunnar og ræða um starfið framundan sem og annað sem konur vilja ræða saman um.
Í boði verður kaffi og kökuvagn sem inniheldur dýrindis tertur, brauðsnittur og eitthvað fleira gott fyrir 2.300 krónur á mann.
Stjórnin þarf að vita hversu margar geta mætt og því þarf að skrá sig á fundinn í síðasta lagi mánudaginn 2. febrúar n.k.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á hvitabandid(hjá)hvitabandid.is eða að hafa samband við formann félagsins Dagmar Sigurðardóttur í síma 5658774, gsm 8246129

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góða stund saman og eru gestir ávalt velkomnir.

Stjórnin


Formaður setur fund.
Ritari les fundargerð síðasta fundar.
Styrkjum verður úthlutað.

Við vonumst til að sjá á fundinum þá félaga Hvítabandsins, sem eiga stórafmæli á þessu ári. Þeim til heiðurs veitir Hvítabandið styrk til góðgerðamála. Það verður upplýst á fundinum hvert styrkurinn rennur.
Á jólafundinum verður að vanda safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin og vonumst við eftir góðri þátttöku.
Góðir gestir koma á fundinn og flytja okkur jólalög við píanóundirleik.
Þær Guðrún Kristjónsdóttir, Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, Margrét Albertsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir hafa tekið að sér að koma upp hátíðarborði með gómsætum veitingum.
Sr. Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju, heimsækir okkur og flytur jólahugvekju.
Á fundinum verður lokakönnun á því hvort nægileg þátttaka verður í vorferð til Noregs. Ferðin er fjögurra daga frá 7. til 10. maí og tilboðsverð á flugferð og hóteli með morgunmat hljóðar upp á 83.500 kr.
Mætum vel í jólastemninguna á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og tökum með okkur gesti.

Stjórnin

BKR

November 13th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Jólafundur BKR fimmtudaginn 20. nóvember kl. 19.30 (húsið opnar kl. 19:00) á Hallveigarstöðum.

Dagskrá:
• Ávarp formanns BKR
• Jólahugvekja – Hjördís Jensdóttir, stjórnarkona BKR og félagi í Kvenfélagi Hallgrímskirkju
• Kórinn Cantabile syngur nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur
• Happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna
Veitingar: Heitt súkkulaði og meðlæti að hætti stjórnar BKR

Í happdrættinu verða veglegir vinningar í boði, m.a. 2 miðar á jólatónleika Björgvins Halldórssonar og ýmislegt fleira!

1 miði á 1000 krónur, 3 miðar á 2000, borga þarf með reiðufé þar sem enginn posi er á staðnum.

Félagsfundur 5. nóvember kl. 19.00

October 29th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

29.október, 2014.

Ágætu Hvítabandsfélagar

Næsti fundur félagsins verður haldinn að Hallveigastöðum
miðvikudaginn 5. nóvember kl.19:00.

Fundurinn hefst með hefðbundinni dagskrá, hugvekja, lesin fundargerð síðasta fundar og sagt frá starfinu.

Félagskonurnar Anna Margrét Björnsdóttir, Elín Þórðardóttir og Ragnhildur Einarsdóttir sjá um kaffiveitingar.

Eftir kaffihlé kemur Sunna Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi frá SOS Barnaþorpum á Íslandi og fræðir okkur um starf þeirra.

Hvetjum ykkur að taka með ykkur gesti til að kynnast félaginu, eiga góða stund saman og hlýða á fróðlegt erindi.

Hlökkum til að hitta ykkur.

Stjórnin.

Félagsfundur Hvítabandsins

September 25th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Félagsfundur Hvítabandsins að Hallveigarstöðum
1. október 2014, klukkan 19 (athugið breyttan fundartíma)

Fyrsta miðvikudag októbermánaðar hefst vetrarstarf Hvítabandsins með félagsfundi. Næsta ár er 120. afmælisár Hvítabandsins og í því tilefni stendur ýmislegt til sem við munum ræða á þessum fundi.

Dagskrá fundar
Formaður setur fund
Lesin fundargerð
Guðrún Kristjónsdóttir flytur hugvekju
Hvítabandshúsið á Skólavörðustíg. Á afmælisárinu verður settur skjöldur á húsið þar sem minnst er frumkvöðlastarfs Hvítabandskvenna við byggingu sjúkrahúss í Reykjavík.
Rædd verða áform um helgarferð til Noregs fyrri hluta maímánaðar 2015. Við munum sækja heim systrafélag okkar í Osló, fara á slóðir Ólafíu Jóhannsdóttur eins stofnanda Hvítabandsins og eiga saman ánægjulegar stundir.
Umræður um hátíðarfund á afmælisdeginum 17. apríl 2015.
Kynnt verður heimboð Kvenfélags Breiðholts þriðjudaginn 21. október.
Kaffinefndir til áramóta eru sem hér segir:

Október: súpa, Ásdís Hjálmtýsdóttir, stjórnin

Nóvember: Anna Margrét Björnsdóttir, Elín Snorradóttir, Elín Þórðardóttir

Desember: Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir

Matráðskona Hallveigarstaða, Ásdís Hjálmtýsdóttir, ætlar að elda fyrir okkur undirstöðugóða kjúklingasúpu á fundinum.

Stjórn Hvítabandsins vill minna konur á að greiða félagsgjöldin. Upphæðin er 2000 krónur, sem má greiða inn á reikning félagsins kt. 650169-6119, banki 0137-15-370303 eða með reiðufé á fundinum.

Takið með ykkur gesti, mætið með góða matarlist á breyttum fundartíma, kl 19.

Stjórnin