Header

Afmælis- og framhaldsaðalfundur, 28.apríl 2021, kl.19:30

Dagskrá
Hugvekja: Margrét Guðmundsdóttir
Framhaldsaðalfundarstörf
Erindi um konuna sem elskaði Fossinn:Eyrún Ingadóttir
Kaffi: Dagmar og IngveldurVormynd
Vorferðin kynnt
Önnur mál
Kveðja,
Stjórnin
Félagsggjald fyrir starfsárið 2021, kr 3000
Greiðist inn. á banka 137-15-370303, kt. 650169-6119
Kæru Hvítabandsfélagar,

Aftur setur Covid strik í starfsemi Hvítabandsins. Framhaldsaðalfundurinn sem
jafnframt er afmælisfundur sem halda átti þann 7. apríl 2021 færist til miðvikudagsins 28.
apríl 2021

Afmælis og framhaldsaðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að
Hallveigastöðum miðvikudaginn 7. apríl n.k. og hefst kl. 19:30 dagskrá
fundar verður send þegar nær dregur.

Kveðja
Stjórnin

Aðalfundur 3. mars 2021

February 25th, 2021 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar,

Staðfest er að aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn áHvítabandið lógó sér
Hallveigarstöðum miðvikudaginn 3.mars n.k. kl. 19:30 eins og tilkynnt
var í síðasta tölvupósti til ykkar.
Fundarefni: Almenn aðalfundar störf.

Vinsamlegast staðfestið mætingu.

Fylgjum sóttvarnarreglum eins og hægt er spritt, gríma og
fjarlægðarmörk.

Kærar Kveðjur
Fyrir hönd stjórnar
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Formaður

Fréttir frá formanni

January 30th, 2021 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Gleðilegt ár.
Lítið var um félagsstarf hjá Hvítabandinu eins og öðrum félögum á árinu 2020. Búðarkonur hafa þó ekki setið auðum höndum en verslun félagsins í Furugerði hefur verið opinn en með breyttum tíma og er nú opið á fimmtudögum milli kl: 10 til 13. Vetur
Fyrsti fundur ársins 2021 sem halda átti þann þriðja febrúar n.k.fellur niður en við væntum þess að aðalfundur félagsins verði á réttum
tíma þann þriðja mars n.k. vonandi gengur það eftir.

Fyrir hönd stjórnar
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Formaður

Félagsfundur 7. október 2020

September 26th, 2020 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru félagarHaustmynd

Félagsfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum þann 7.
október kl. 18:30. (ath. breyttur fundartími.) súpufundur.

Efni fundar:

Almenn fundarstörf, hugvekja, félagar deila upplifun um COVID og
sumarið. Stjórnin sér um veitingar.
Vinsamlegast svarið tölvupósti og látið vita um mætingu eða hringið í
síma 557-4777 Þorbjörgu.

Sóttvarnir verða í heiðrum hafðar.

Kaffikonur vetrarins 2020 – 2021
4. nóvember: Ástríður H. Thoroddsen, Sigríður U. Sigurðardóttir,
Valdís Ólafsdóttir.
2. desember: Elín Snorradóttir, Lydia A. Kristóbertsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir.
3. mars: Anna Margrét Björnsdóttir, Auður María Aðalsteinsdóttir,
Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir.
7. apríl: Dagmar Sigurðardóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir, Lotte Gestsson.

Fyrir Guð, heimilið og þjóðina.

Fyrir hönd stjórnar
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Formaður

Fundir falla niður í vor

March 31st, 2020 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar,

Ég vona að þið séuð allar hressar og haldið ykkur eins mikið heima ogTulips
mögulegt er. Opið er í verslun okkar í Furugerði, Ragnhildur
Jónasardóttir sér ein um innkaup og afgreiðslu.
Þökkum við óeigingjart starf hennar fyrir félagið á tíma
kórónuveirunnar.
Eins og við öll vitum er samkomubann vegna kórónuveirunnar, þar með
falla niður afmælisfundur okkar sem átti að vera í apríl og eins
verður ekkert af vorferð í maí.

Heilsist ykkur sem best. Fyrir Guð heimilið og þjóðina

Kær kveðja fyrir hönd stjórnar,
Þorbjörg Guðmundsdóttir
formaður

Aðalfundur Hvítabandsins

February 22nd, 2020 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn 4. mars n.k. að
Hallveigarstöðum kl.19:30
Dagskrá fundarins: Almenn aðalfundarstörf,

Hugvekjau flytur okkur Margrét Albertsdóttir

Kaffi verður í umsjá Guðrúnar Kristjónsdótttur, Helgu Ólafsóttur, og
Steinunnar Þórðardóttur

Hlakka til að sjá ykkur.

Kveða
Fyrir hönd stjórnar Hvítabandsins
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Formaður

Kæru félagar

Fyrsti fundur Hvítabandsins á nýju ári verður haldinn miðvikudaginn 5.
febrúar kl. 17:30 að Hallveigarstöðum, ATH breyttur fundartími.

Testofu þema, létt spjall. Hugvekju flytur Margrét Albertsdóttir,
Lydía Kristóbertsdóttir les úr bókinni “En tíminn skundar burt” eftir
Málfríði Finnbogadóttur.
Te og kaffi í umsjá Elínu Snorradóttur, Oddfríði Helgadóttur og Þóru
Ólafsdóttur.

Sjáumst sem flestar.

Kveðja
Þorbjörg Guðmundsdóttir

Jólafundur 4. desember 2019

November 27th, 2019 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru HvítabandfélagarChristmas-Bells-2

Jólafundur okkar verður haldinn 4.desember n.k. og hefst kl:19:00.
Efni fundar eru almenn fundarstörf. Gestur fundarins mun flytja
hugleiðingu, en það er Þóra Karítas Árnadóttir rithöfundur, leikkona,
guðfræðingur og móðir.
Þá munu söngvarar frá söngskóla Langholtskirkju taka fyrir okkur
nokkur lög. Ragnhildur Jónasdóttir les fyrir okkur sögu í anda komandi
hátíðarinnar.
Súkkulaði þeyttur rjómi og meðlæti í umsjá Elínar Snorradóttur,
Margrétar Guðmundsdóttur og Oddfríðar Helgadóttur.

Með bestu kveðju
Þorbjörg
formaður Hvítabandsins

Félagsfundur 6. nóvember

October 22nd, 2019 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar

Næsti fundur félagsins verður haldin miðvikudaginn 6. nóvember kl.19:30.
Að þessu sinni flytur Kristrún Ólafsdóttir hugvekju og gestir
fundarins eru Gerður G. Bjarklind og Helga Hinriksdóttir.
Kaffið verður í umsjá Auðar, Ástríðar og Dagmar.
Hlakka til að sjá ykkur, endilega takið með ykkur gesti.

Kveðja
Þorbjörg Guðmundsdóttir

Fundur 2. október 2019 kl. 18:00

September 22nd, 2019 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar, Haustmynd

Vonandi hafið þið átt ánægjulegt sumar.

Fyrsti fundur okkar í vetur, verður súpu- og spjallfundur á Grand
hótel, miðvikudaginn, 2.október kl.18:00.

Fundardagar í vetur eru; 2.október Grand hótel, kl.18:00
6.nóvember, 4.desember 2019,
5.febrúar, 4.mars, 1.apríl, vorferðin 6. eða 13.maí 2020.

Kjúklingasúpa með brauði verð c/a kr. 2.500-

ATH. kl.18 að Grand Hótel
vinsamlegast látið vita um mætingu á netfangið: thg@xco.is

Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta.