Aðalfundur Kvennasambands Reykjavíkur (KSR) verður haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju mánudaginn 22. febrúar 2016 kl. 17.00
Dagskrá:
Venjubundin aðalfundarstörf
Félagar í Hvítabandinu eru hvattar til að mæta
Aðalfundur Kvennasambands Reykjavíkur (KSR) verður haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju mánudaginn 22. febrúar 2016 kl. 17.00
Dagskrá:
Venjubundin aðalfundarstörf
Félagar í Hvítabandinu eru hvattar til að mæta
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna
Næsti fundur verður miðvikudaginn 3. febrúar að Grand hóteli við Sigtún kl. 16 – 17:30. Mikil ánægja var með staðinn fyrir ári síðan og því höfum við valið að hittast þarna aftur. Þegar við byrjuðum á kaffihúsafundunum var það ætlunin að finna árlega nýja staði. Varðandi næsta ár erum við þakklátar tillögum um kaffihús með góðu aðgengi og veitingum á þolanlegu verði. Veitingarnar á Grand hóteli hafa lítillega hækkað frá síðasta ári og kosta nú 2.350 krónur fyrir meðlætið og kaffi.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. febrúar með „reply“ á þetta skeyti (eða að hringja í Dagmar í síma 843 3957 eða Lydíu í síma 893 3092).
Hvítabandskonur hafa tekið þeirri nýbreytni vel að hafa á starfsárinu einn óformlegan fund á kaffihúsi, þar sem við spjöllum vítt og breytt án fundarstjórnar. Stjórnin vonast því eftir góðri mætingu félagskvenna og gjarnan með gesti.
Hittumst kátar og hressar 3. febrúar á Grand hóteli.
Stjórnin
Formaður setur fund.
Sigríður Unnur Sigurðardóttir flytur stutta jólasögu.
Ritari les fundargerð síðasta fundar.
Inntaka nýrra félaga.
Afhentur verður árlegur styrkur til Dyngjunnar.
Í tilefni stórafmæla félagskvenna á þessu ári verður úthlutað styrk. Við vonum að afmælisbörninverði viðstödd.
Á jólafundinum verður að venju safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin. Við vonumst eftir góðri þátttöku.
Í tilefni af 120 ára afmælisstyrknum kemur Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og segir frá afhendingu kortanna.
Þrjár klassískar, þær Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir flytja nokkur lög.
Fjóla Haraldsdóttir djákni í Mörkinni flytur jólahugvekju.
Auður María Aðalsteinsdóttir, Elín Snorradóttir og Steinunn Þórðardóttir sjá um gómsætar veitingar á hátíðarborðið.
Fjölmennum á jólafundinn og tökum með okkur gesti.
Stjórnin
Heiðruðu Hvítabandsfélagar
Það líður að nóvemberfundi okkar. Hann verður haldinn 4. nóvember á Hallveigarstöðum kl. 19:30.
Dagskrá:
Formaður setur fund og kveikir á kerti félagsins.
Lesin fundargerð síðasta fundar.
Kristrún Ólafsdóttir fer með hugvekju.
Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur segir frá nýútkominni bók sinni, Þær þráðinn spunnu. Bókin fjallar um sögu kvenna í Vestmannaeyjum.
Á fundinum verða kynntar Levante sokkabuxur. Þær fást í öllum litum og af ýmsum gerðum og verða til sölu á staðnum á óvenju hagstæðu verði.
Um kaffiveitingar sjá Sigríður Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir og Sigrún Högnadóttir.
Mætum vel og tökum með okkur gesti á þennan fjölbreytta fund.
Munið félagsgjöldin
Stjórnin
Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju
Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. október kl. 11:00. Tilefnið er tvíþætt, Mosfellskirkja heldur uppá 50 ára afmæli sitt á þessu ári og öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að guðsþjónustu lokinni flytur Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikþátt um hina merku konu Ólafía Jóhannsdóttir sem fædd var á Mosfelli 1863, og kom m.a. við sögu sem baráttukona þess málefnis. Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar leiðir tónlistina. Sr. Arndís Linn prestur Kvennkirkjunnar prédikar og konur Kvennakirkjunnar taka þátt. Að athöfn og leikþætti loknum býður Lágafellssókn í kaffi í Reykjadal.
Reykjavík 28. September 2015
Kæru Hvítabandsfélagar
Þá er runnið upp nýtt starfsár og verður súpu- og konfektfundur haldinn á Hallveigarstöðum miðvikudaginn 7.október 2015, klukkan 19.00 Athugið fundartímann.
Fundur settur
Hugvekja, Kristbjörg Unnur Sigurvinsdóttir
Almenn fundarstörf
Gestur fundarins verður Ragnheiður Jóhannsdóttir sem fræðir okkur um Álfaskó ofl.
Aðrir félagsfundir vetrarins verða sem hér segir:
4. nóvember kl.19:30
2. desember kl. 19:30, jólafundur
3. febrúar, kaffihús kl. 16:30 – Ath. breyttur fundartími
2. mars kl. 19:30, aðalfundur
6. apríl kl. 19:30, gestafundur
18. maí, vorferð í Sólheima í Grímsnesi, kl. 16.
Sunnudaginn 25. október verður guðþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11 þar sem m.a. verður leikþáttur um Ólafíu Jóhannsdóttur.
Kaffinefndir vetrarins verða eftirfarandi:
Október: Stjórnin
Nóvember: Sigríður Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir, Sigrún Högnadóttir
Desember: Elín Snorradóttir, Auður María Aðalsteinsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Elín Þórðardóttir.
Febrúar: Kaffihús – nánar auglýst síðar.
Mars: Guðrún Kristjónsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir, Unnur Sigurvinsdóttir
Apríl: Margrét Albertsdóttir, Þorbjörg og Margrét Guðmundsdætur
Nokkur fjöldi félaga hefur ekki greitt félagsgjaldið, kr. 2000, fyrir yfirstandandi ár. Við hvetjum ykkur til að standa skil á árgjaldinu og greiða inn á reikning Hvítabandsins kt. 650169-6119 bankanr. 137-15-370303, eins má greiða gjaldkera á fundum.
Hittumst hressar og ánægðar á viðburðum félagsins okkar í vetur og gestir ávalt velkomnir.
Stjórnin
Þjóðin sem valdi Vigdísi! – Hátíðardagskrá sunnudaginn 28. júní á Arnarhóli kl. 19:30-21:10
þann 24. júní 2015.
Þann 28. júní nk verður því fagnað í miðbæ Reykjavíkur að liðin eru 35 ár síðan þjóðin valdi Vigdísi Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur annast skipulag hátíðarhaldanna í samstarfi við Alþingi, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, skógræktar- og landgræðslufélög ásamt fjölda annarra stofnana og félagasamtaka.
Fjölbreytt dagskrá verður flutt af stóru sviði við rætur Arnarhóls og hefst hún kl. 19:40 og stendur til rúmlega 21:10. Dagskráin verður blanda tónlistar og talaðs máls og verður hún send út í beinni útsendingu sjónvarps RÚV. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Kolbrún Halldórsdóttir og stjórnandi útsendingarinnar verður Egill Eðvarðsson.
Í samstarfi við landssamtök kóra á Íslandi er unnið að því að fá söngfólk úr ýmsum kórum til að leggja hátíðinni til andblæ sumars með því að syngja sönglög sem hæfa tilefninu og allir geta tekið undir.
Dagskráin verður kynnt af ungu fólki úr sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og Stúdentaleikhúsinu. Þau semja textana undir handleiðslu Andra Snæs Magnasonar rithöfundar og tengja atriðin saman. Blásarasveit, skipuð félögum úr sveitinni Wonderbrass, blæs inn hátíðina og Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, flytur setningarræðu.
Tónlistaratriðin verða af ýmsu tagi, t.d. má nefna að Eivør Pálsdóttir kemur frá Færeyjum og flytur 2–3 lög. Palle Knudsen frá Danmörku og Ylva Kihlberg frá Svíþjóð flytja dúett Papagenos og Papagenu úr Töfraflautu Mozarts, ásamt sönglögum frá Svíþjóð og Danmörku, meðleikari þeirra verður Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hljómsveitin Baggalútur verður með óvænt innlegg, auk þess sem hljómsveitin Samaris flytur tónlist innblásna af menningararfi þjóðarinnar. Þá verður frumflutt lagið Vigdís eftir Má Gunnarsson, 15 ára tónlistarmann, og mun höfundurinn njóta stuðnings annarra tónlistarmanna sem taka þátt í dagkránni.
Hátíðarræða verður flutt af rithöfundunum Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Jóni Kalman Stefánssyni og verður hún með óhefðbundnu sniði. Leikið atriði verður úr sýningunni Leitin að Jörundi – Sápuópera um Hundadagakonung. Það er leik- og söngkonan Edda Þórarinsdóttir, sem verður þar í aðalhlutverki ásamt Jörundi sjálfum og Tríó Karls Olgeirssonar leikur með í lögum úr verkinu. Þá flytur Hjörleifur Hjartarson fulltrúi Hunds í óskilum brot í bundnu máli úr Sögu þjóðar.
Dagskráin er skipulögð með það í huga að hún sé áhugaverð og upplýsandi fyrir þann hluta þjóðarinnar sem var ekki fæddur árið 1980 þegar Vigdís var kjörin forseti. Það hefur verið haft í huga við val dagskráratriða og er því tilvalið að stórfjölskyldan komi saman til hátíðarinnar. Ljúf samverustund, lautarferð á Arnarhól, að kvöldi sunnudagsins 28. júní, fyrir alla fjölskylduna.