Header

Author Archives: admin

Haustfundur miðvikudaginn 1.október kl.19:00

September 22nd, 2014 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Senn líður að því að vetrarstarfið hefjist en fyrsti fundurinn verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 1. október 2014 kl. 19:00 ATH BREYTTAN FUNDARTÍMA

Bréf með dagskrá fundarins verður sent út fljótlega og verður einnig birt hér á heimasíðunni.

Stjórnin

VORFERÐ-FUNDUR 14. maí 2014

May 4th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

VORFERÐ HVÍTABANDSINS

Kæru Hvítabandsfélagar,

Nú líður senn að vorferðinni okkar miðvikudaginn 14. maí 2014 en ferðin er jafnframt maífundur félagsins. Farið verður að þessu sinni um Suðurstrandaveg með viðkomu í Krýsuvík, Strandarkirkju og Húsinu á Eyrarbakka.
Ljúffengur kvöldverður verður snæddur i Tryggvaskála á Selfossi.

Ferðin kostar 6.000.- krónur og er innifalið: Rútan, kvöldverður, hressing og aðgangseyrir í Húsið. Greitt er við rútuna.

Leiðsögumaður í ferðinni verður Helgi Ágústsson

Lagt verður af stað sundvíslega kl. 16.00 frá planinu í Mjóddinni fyrir ofan kirkjuna og er áætluð heimkoma um kl. 21.00.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudaginn 9. maí.

Símar: 869-5010 (Heba)
824-6129 (Dagmar)
Netfang: hvitabandid@hvitabandid.is

Fjölmennum í þessa góðu ferð og tökum með okkur gesti.

Með kveðju.
Ferðanefndin

Við bjóðum Kvenfélagi Breiðholts til okkar á þennan fund og vonumst til að hver og ein okkar Hvítabandskvennanna taki með sér gest.
Dagskrá :
1. Formaður setur fund
2. Lesin fundargerð síðasta fundar
3. Guðrún Ásmundsdóttir flytur hugvekju
4. Aldís Höskuldsdóttir, sem um áramótin tók við forstöðu Dyngjunnar kynnir sig og ræðir málefni heimilisins.
5. Spilabingó
Um kaffiveitingar sjá þær Margrét Albertsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ástríður H. Thoroddsen.
Fjölmennum á þennan vorfund.

Stjórnin

Aðalfundur

February 20th, 2014 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 19:30.

Dagskrá:
Formaður setur fund.
Lydia A. Kristóbertsdóttir flytur hugvekju.
Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur stjórnar til lagabreytinga verða bornar upp til atkvæðagreiðslu.
Önnur mál.

Kaffinefnd skipa Auður Aðalsteinsdóttir og Steinunn Þórðardóttir.

Fjölmennum á aðalfundinn og vinnum að fjölgun félaga.

Stjórnin

Kæru Hvítabandskonur

Stjórninni hefur dottið í hug sú nýbreytni að halda einn fund á vetri á kaffihúsi.

Hotel Natura (Hótel Loftleiðir) býður okkur velkomnar í síðdegiskaffi næstkomandi miðvikudag 5. febrúar kl. 16, og við gerum ráð fyrir að njóta samverunnar til kl. 17:30.

Á boðstólum verður kaffi með snittum og kökum á 1.750 krónur.

Hvítabandinu bárust fyrir jólin góðar kveðjur úr ýmsum áttum og þær verða lesnar upp á fundinum. Annars sitjum við og spjöllum og njótum veitinga í þægilegu umhverfi.

Hotel Natura þarf að vita hve mörgum má gera ráð fyrir og því þarf að tilkynna sig helst fyrir 3. febrúar í síma 565 8774 eða 824 6129 (Dagmar formaður) eða á hvitabandid(hja)hvitabandid.is

Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir og að félagskonur fjölmenni og taki með sér aðrar konur.

Stjórnin

Gleðileg jól

December 23rd, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Óskum Hvítabandsfélögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ár.
Þökkum samveru og samstarf á árinu sem er að líða.

Stjórn Hvítabandsins

Jólafundur Hvítabandsins að Hallveigarstöðum

miðvikudaginn 4. desember kl. 19:30

Kæru Hvítabandskonur

Nú fer að líða að jólafundinum okkar. Á boðstólum verður jólamatur; hangikjöt með góðu meðlæti og öli, á eftir er glæsilegur eftirréttur og kaffi.

Á skemmtidagskrá er söngatriði og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra mun ávarpa samkomuna ásamt fleiri gestum.

Styrkir verða veittir og félagskonur sem átt hafa stórafmæli á árinu heiðraðar.

Á jólafundinum verður að vanda safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin og vonumst við eftir góðri þátttöku.

Mætum vel í jólastemninguna á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og tökum með okkur gesti.

Stjórnin

Félagsfundur 6. nóvember 2013 kl. 19:30

October 28th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Hvítabandið heldur félagsfund 6. nóvember, klukkan 19:30 að Hallveigarstöðum.

Dagskrá:

1. Formaður setur fund
2. Hervör Jónasdóttir flytur hugvekju
3. Lesin fundargerð síðasta félagsfundar
4. Formaður segir frá starfinu og ferð sinni til Noregs á fund systrasamtaka Hvítabandsins.
5. Kynning á jólaföndrinu 11. nóvember klukkan 17-19 á Hallveigarstöðum.
6. Kaffihlé. Í kaffinefnd kvöldsins eru þær María Eggertsdóttir, Lotte Gestsson og Kristrún Ólafsdóttir.
7. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor er gestur fundarins. Hún ætlar að ræða um Ólafíu Jóhannsdóttur. Um hana ritaði hún bókina Kona kvennanna, frumkvöðullinn Ólafía Jóhannsdóttir.

Hvítabandskonur, fjölmennum á þennan fund og tökum með okkur gesti.

Stjórnin

Vetrarstarfið að hefjast

September 28th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

                                                                                                                                 

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 7. október 2013       kl. 19:30 og er okkur boðið í heimsókn til Kvenfélags Árbæjarsóknar.  Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju, Rofabæ en það er fyrir neðan kirkjuna og gengið niður með henni.          – Athugið breyttan fundartíma.  –

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið hvitabandid (hjá) hvitabandid.is eða hafið samband við Dagmar Sigurðardóttur s. 824 6129 eða Helgu Ólafsdóttur s. 552 9447 í síðasta lagi fimmtudaginn 3. október.

Aðrir fundir fram að áramótum eru haldnir að Hallveigarstöðum kl. 19:30 og eru þessir:

Miðvikudaginn 6. nóvember

Kaffinefnd skipa: María Eggertsdóttir, Lotte Gestsson og   Kristrún Ólafsdóttir

Miðvikudaginn 4. desember – jólafundur

Kaffinefnd skipa: Elín Snorradóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Svanhildur Eyjólfsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir

Áætlað er síðan að hafa jólaföndur í nóvember og verður nánar sagt frá því á fundi félagsins.

Vonum að við sjáum sem flesta á fundum félagsins og eru gestir og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

Maífundur og vorferð

May 1st, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Maífundur  Hvítabandsins verður haldinn hjá Dyngjunni að Snekkjuvogi 21, Rvík.  miðvikudaginn  8. maí  2013  kl.16:00. ATH breyttan tíma.

Skráning á fundinn er á hvitabandid@hvitabandid.is  eða hafa samband við formann Dagmar Sigurðardóttur í síma 8246129 í síðasta lagi nk. mánudagskvöld.  Þegar er kominn nokkur fjöldi en þessi fundur er eingöngu fyrir félagsmenn.

                                 Vorferð Hvítabandsins 29. maí 2013 

Kópavogur verður heimsóttur og er mæting miðvikudaginn 29. maí n.k. kl. 16:30 við Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi  þar tekur á móti okkur Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður.  Frá Tólistarsafninu verður gengið yfir á Nátturufræðistofu Kópavogs þar tekur á móti okkur Haraldur Rafn Ingvarsson verkefnastjóri og þaðan göngum við eða ökum yfir brúnna að veitingahúsinu Retro eigum þar góða stund saman, snæðum kjúklingasúpu, brauð og kaffi, herlegheitin kosta 2.100- krónur.

Tónlistasafnið Háubraut 2  er beint á móti Náttúrufræðistofu, Hamraborg 6a.  Retro, Hamraborg  3  

Skráning í vorferðina er á maífundinum en einnig  hjá Þorbjörgu Guðmundsdóttur, Netfang thg@xco.is, sími 557 4777

 

Það vantar konur til starfa í Mæðrastyrksnefnd og í verslunina í Furugerði 1 og eru konur sem hafa tök á að taka þátt í þessum verkefnum beðnar að hafa samband við Dagmar s. 8246129 til að fá nánari upplýsingar. 

Minnum einnig  á félagsgjaldið kr. 2.000.- hægt er að leggja það inn á reikning félagsins:  kt. 650169-6119, banki  0137-15-370303