Header

Tulips

Aprílfundur Hvítabandsins verður að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:30.

Þetta er gestafundur eins og vanalega í apríl. Gestir okkar að þessu sinni eru konur úr Kvenfélagi Bústaðasóknar.

 

  • Formaður setur fund
  • Lesin fundargerð síðasta fundar
  • Auður María Aðalsteinsdóttir fer með hugvekju
  • Kaffihlé
  • Halldóra Björnsdóttir frá Beinvernd flytur fræðsluerindi
  • Um kaffiveitingar sjá Margrét Albertsdóttir og Margrét og Þorbjörg Guðmundsdætur
  • Önnur mál
  • Fundi slitið

Heiðrum konur í Bústaðasókn með því að fjölmenna á fundinn og taka með okkur gesti.

Við viljum minna félagsmenn á að greiða árgjaldið sem hefur hækkað skv. samþykkt síðasta aðalfundar og er nú 3000 krónur. Bankareikningur Hvítabandsins er 137-15-370303, kt. 650169-6119. Eins má greiða árgjaldið til gjaldkera á fundinum.

 Stjórnin

Aðalfundur Hvítabandsins

February 20th, 2016 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 19:30.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Skipan nefnda

Önnur mál

Bingó

 

Kaffiveitingar annast Guðrún Kristjónsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir og Unnur Sigurjónsdóttir.

Mætum vel á aðalfund í félaginu okkar.

Stjórnin

Aðalfundur Kvennasambands Reykjavíkur (KSR) verður haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju mánudaginn 22. febrúar 2016 kl. 17.00

Dagskrá:

Venjubundin aðalfundarstörf

Félagar í Hvítabandinu eru hvattar til að mæta

Kæru félagar í Hvítabandinumeeting

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna

Næsti fundur verður miðvikudaginn 3. febrúar að Grand hóteli við Sigtún kl. 16 – 17:30. Mikil ánægja var með staðinn fyrir ári síðan og því höfum við valið að hittast þarna aftur. Þegar við byrjuðum á kaffihúsafundunum var það ætlunin að finna árlega nýja staði. Varðandi næsta ár erum við þakklátar tillögum um kaffihús með góðu aðgengi og veitingum á þolanlegu verði. Veitingarnar á Grand hóteli hafa lítillega hækkað frá síðasta ári og kosta nú 2.350 krónur fyrir meðlætið og kaffi.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. febrúar með „reply“ á þetta skeyti (eða að hringja í Dagmar í síma 843 3957 eða Lydíu í síma 893 3092).

Hvítabandskonur hafa tekið þeirri nýbreytni vel að hafa á starfsárinu einn óformlegan fund á kaffihúsi, þar sem við spjöllum vítt og breytt án fundarstjórnar. Stjórnin vonast því eftir góðri mætingu félagskvenna og gjarnan með gesti.

Hittumst kátar og hressar 3. febrúar á Grand hóteli.

Stjórnin

Gleðileg jól

December 23rd, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Óskum Hvítabandsfélögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar áJólamynd komandi ári.
Þökkum  samstarfið á árinu sem er að líða.

Stjórn Hvítabandsins

Dagskrá:Christmas-Bells-2

Formaður setur fund.

Sigríður Unnur Sigurðardóttir flytur stutta jólasögu.

Ritari les fundargerð síðasta fundar.

Inntaka nýrra félaga.

Afhentur verður árlegur styrkur til Dyngjunnar.

Í tilefni stórafmæla félagskvenna á þessu ári verður úthlutað styrk. Við vonum að afmælisbörninverði viðstödd.

Á jólafundinum verður að venju safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin. Við vonumst eftir góðri þátttöku.

Í tilefni af 120 ára afmælisstyrknum kemur Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og segir frá afhendingu kortanna.

Þrjár klassískar, þær Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir flytja nokkur lög.

Fjóla Haraldsdóttir djákni í Mörkinni flytur jólahugvekju.

Auður María Aðalsteinsdóttir, Elín Snorradóttir og Steinunn Þórðardóttir sjá um gómsætar veitingar á hátíðarborðið.

Fjölmennum á jólafundinn og tökum með okkur gesti.

Stjórnin

Jólafundur BKR

November 16th, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Jólafundur BKR

October 29th, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Heiðruðu Hvítabandsfélagarmeeting

Það líður að nóvemberfundi okkar. Hann verður haldinn 4. nóvember á Hallveigarstöðum kl. 19:30.

Dagskrá:

Formaður setur fund og kveikir á kerti félagsins.

Lesin fundargerð síðasta fundar.

Kristrún Ólafsdóttir fer með hugvekju.

Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur segir frá nýútkominni bók sinni, Þær þráðinn spunnu. Bókin fjallar um sögu kvenna í Vestmannaeyjum.

Á fundinum verða kynntar Levante sokkabuxur. Þær fást í öllum litum og af ýmsum gerðum og verða til sölu á staðnum á óvenju hagstæðu verði.

Um kaffiveitingar sjá Sigríður Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir og Sigrún Högnadóttir.

Mætum vel og tökum með okkur gesti á þennan fjölbreytta fund.

Munið félagsgjöldin

Stjórnin

 

 

Málþing BKR Fimmtudaginn 29. október kl. 16:00-17:30 í Háskólanum í Reykjavík

Málþing BKR Fimmtudaginn 29. október kl. 16:00-17:30 í Háskólanum í Reykjavík

2015-05-20 18.45.18

Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju

Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. október kl. 11:00. Tilefnið er tvíþætt, Mosfellskirkja heldur uppá 50 ára afmæli sitt á þessu ári og öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að guðsþjónustu lokinni flytur Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikþátt um hina merku konu Ólafía Jóhannsdóttir sem fædd var á Mosfelli 1863, og kom m.a. við sögu sem baráttukona þess málefnis. Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar leiðir tónlistina. Sr. Arndís Linn prestur Kvennkirkjunnar prédikar og konur Kvennakirkjunnar taka þátt. Að athöfn og leikþætti loknum býður Lágafellssókn í kaffi í Reykjadal.