Félagsfundur Hvítabandsins að Hallveigarstöðum
1. október 2014, klukkan 19 (athugið breyttan fundartíma)
Fyrsta miðvikudag októbermánaðar hefst vetrarstarf Hvítabandsins með félagsfundi. Næsta ár er 120. afmælisár Hvítabandsins og í því tilefni stendur ýmislegt til sem við munum ræða á þessum fundi.
Dagskrá fundar
Formaður setur fund
Lesin fundargerð
Guðrún Kristjónsdóttir flytur hugvekju
Hvítabandshúsið á Skólavörðustíg. Á afmælisárinu verður settur skjöldur á húsið þar sem minnst er frumkvöðlastarfs Hvítabandskvenna við byggingu sjúkrahúss í Reykjavík.
Rædd verða áform um helgarferð til Noregs fyrri hluta maímánaðar 2015. Við munum sækja heim systrafélag okkar í Osló, fara á slóðir Ólafíu Jóhannsdóttur eins stofnanda Hvítabandsins og eiga saman ánægjulegar stundir.
Umræður um hátíðarfund á afmælisdeginum 17. apríl 2015.
Kynnt verður heimboð Kvenfélags Breiðholts þriðjudaginn 21. október.
Kaffinefndir til áramóta eru sem hér segir:
Október: súpa, Ásdís Hjálmtýsdóttir, stjórnin
Nóvember: Anna Margrét Björnsdóttir, Elín Snorradóttir, Elín Þórðardóttir
Desember: Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir
Matráðskona Hallveigarstaða, Ásdís Hjálmtýsdóttir, ætlar að elda fyrir okkur undirstöðugóða kjúklingasúpu á fundinum.
Stjórn Hvítabandsins vill minna konur á að greiða félagsgjöldin. Upphæðin er 2000 krónur, sem má greiða inn á reikning félagsins kt. 650169-6119, banki 0137-15-370303 eða með reiðufé á fundinum.
Takið með ykkur gesti, mætið með góða matarlist á breyttum fundartíma, kl 19.
Stjórnin