Header

Author Archives: admin

Haustbréf Hvítabandsins

October 4th, 2018 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru Hvítabandsfélagar,

Nú er nýtt starfsár runnið upp. Konur hafa mætt vel á viðburði Hvítabandsins síðustu árin og stjórnin vonar að á því verði framhald.

Fyrsti félagsfundur haustsins verður verður með óformelgu sniði, fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 3. október nk. á Satt, veitingahúsi (Hótel Loftleiðir) kl. 19.00. Í boði er súpa dagsins og brauð á 1.450 krónur og borgar hver fyrir sig, hægt er til viðbótar að kaupa sér kaffi fyrir þær sem það vilja.
Lydía setur fund og segir í stuttu máli frá aðsendum bréfum og fleiri málefnum.
Guðríður Gyða Halldórsdóttir kemur á fundinn til okkar og segir frá bók sinni ,,Ilmkjarnaolíur, Lyfjaskápur náttúrunnar,,.
Við vonum að konur mæti vel til fyrstu samverustundar vetrarins í huggulegu umhverfi, eigi notalega og góða stund saman með léttu spjalli.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 1. október með því að svara þessu tölvuskeyti. Einnig er hægt að hringja Lydíu í síma 89303092.

Aðrir félagsfundir vetrarins 2018/19 verða sem hér segir:
• 8. nóvember að Hallveigarstöðum kl. 19:30 – ath breyttan fundardag
• 5. desember, jólafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
• 6. febrúar, síðdegis í kaffihúsi
• 6. mars aðalfundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
• 3. apríl gestafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
• maí, tilkynnt síðar

Kaffinefndir í vetur verða eftirfarandi:

Nóvember: Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir Steinunn Stefánsdóttir

Desember: Dagmar Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir Oddfríður Helgadóttir

Mars: Sigrún Högnadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir

Apríl: Ástríður Thoroddsen, Lotte Gestsson, Anna Margrét Björnsdóttir

Við hvetjum ykkur til að standa skil á árgjaldi og greiða inn á reikning Hvítabandsins 137-15-370303, kt. 650169-6119, eða til gjaldkera á fundum.

Hittumst hressar og ánægðar á viðburðum félagsins okkar í vetur.

Stjórnin

Vorferð Hvítabandsins 16. maí 2018

May 4th, 2018 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Kæru HvítabandsfélagarStytta af Ólafíu
Ferðatilhögun vorferðar Hvítabandsins 16. maí.
Hittumst í Mjóddinni, nánar tiltekið við Breiðholtskirkju kl. 16:15, rútan leggur af stað stundvíslega kl. 16:30.
Við munum byrja á því að stoppa við kirkjuna í Mosfellsdal og leggja blóm við minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur. Síðan verður haldið áleiðis að Laugarvatni og stoppað við Laugavatnshellinn, þaðan förum við í Efstadal og snæðum þar kvöldverð. Í boði verður kjötsúpa, salad og brauð.
Guðrún Ásmundsdóttir ætlar að stytta okkur stundina í rútunni og fræða okkur á leiðinni m.a. um Ólafíu Jóhannsdóttur.
Áætluð heimkoma er um 21.30-22.00.

Sumarkveðja,
Stjórnin

Framhalds-aðalfundur Hvítabandsins

March 27th, 2018 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Framhalds-aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 4. apríl 2018 kl. 19:30

Dagskrá:

Hugvekja – Auður Aðalseinsdóttir
Fundargerð síðasta fundar
Kosning stjórnar
Kaffihlé
Önnur mál

Umræður um málefni félagsins og það sem framundan er.

Skv. lögum félagsins mega stjórnarkonur og eða formaður eingöngu sitja 6 ár í senn í stjórn, því er komið að því að kjósa tvo í stjórn, þar á meðal nýjan formann á þessum framhalds-aðalfundi.
Það er ákaflega áríðandi að sem flestir mæti. Að velja nýjan formann og stjórnarkonu er sameiginlegt verkefni okkar allra í félaginu því það skiptir máli hverjar skipa stjórnina, félaginu til heilla.
Hvetjum konur til að mæta vel á þennan framhalds-aðalfund félagsins og taka þátt í starfinu.

Minnum einnig á félagsgjöldin sem eru óbreytt, 3.000 kr.
Vinsamlega sendið allar breytingar á netföngum á kus@simnet.is einnig ef þið eruð að fá bréf með póstinum en ekki tölvupósti.

Stjórnin

Aðalfundur 7. mars 2018 kl. 19:30

February 25th, 2018 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 7. mars 2018 kl. 19:30

Dagskrá:meeting

Hugvekja – Helga Ólafsdóttir
Venjubundin aðalfundarstörf
Önnur mál
Kaffiveitingar annast Kristrún Ólafsdóttir, Dóra Ólafsdóttir og Þóra Ólafsdóttir.
Umræður um málefni félagsins og það sem framundan er.

Skv. lögum félagsins mega stjórnarkonur eða formaður eingöngu sitja 6 ár í senn í stjórn og því er komið að því að aðalfundur þarf að kjósa tvo í stjórn, þar á meðal nýjan formann.
Hvetjum konur til að mæta vel á aðalfund félagsins og taka þátt í starfinu.
Minnum einnig á félagsgjöldin
Vinsamlega sendið allar breytingar á netföngum á kus@simnet.is einnig ef þið eruð að fá bréf með póstinum en ekki tölvupósti.

Stjórnin

Jólafundur 2017

December 4th, 2017 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Jólafundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigastöðum miðvikudaginn 6. desember kl. 19.30.Jólamynd 2017

Við ætlum að hafa það huggulegt saman. Til okkar koma söngelskar stúlkur, þær Jóhanna Elísa og Íris sem ætla að syngja og spila fyrir okkur nokkur lög.
Við ætlum að veita styrki og verður þeim veitt móttaka, gaman væri ef stórafmælisbörn ársins geti verið með á fundinum.
Jólamerkimiðarnir verða til sölu, óvæntur glaðningur og svo sjáum við til hvað annað við bjóðum uppá.

Stjórnin hvetur Hvítabandsfélaga til að fjölmenna á þennan síðasta fund ársins og taka með sér gesti.

Félagsfundur 1. nóvember 2017 kl. 19:30

October 30th, 2017 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Næsti félagsfundur verður haldinn núna á miðvikudaginn 1. nóvember 2017 á Hallveigarstöðum og hefst kl. 19:30.

Dagskrá:
meeting
Formaður setur fund og kveikir á kerti félagsins.
Steinunn Stefánsdótttir flytur hugvekju
Fundargerð síðasta fundar lesin.

Rannveig Lund verður gestur fundarins.  Rannveig er sérkennari með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. Sérsvið hennar eru kennsla og þróun prófa til þess að greina dyslexíu og aðra lestrarerfiðleika

Á fundinum verða servietturnar afhentar og einnig verða minningarkortin til sölu.

Um kaffiveitingar sjá Ingveldur Ingólfsdóttir, Auður M. Aðalseinsdóttir og Ástríður H. Thoroddsen

Stjórnin hvetur konur til að taka með sér gesti.
Munið félagsgjöldin

Stjórnin

Októberfundur Hvítabandsins

October 25th, 2017 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Fyrsti félagsfundur haustsins verður haldinn miðvikudaginn 4. október nk. á Satt, veitingahúsi (Hótel Loftleiðir) kl. 19.00. Í boði er súpa dagsins og brauð á 1.950 krónur og borgar hver fyrir sig, hægt er til viðbótar að kaupa sér kaffi fyrir þær sem það vilja.

Dagmar setur fund og munum við í framhaldi af því fara yfir vetrastarfið og fleiri málefni.

Við vonum að konur mæti vel til fyrstu samverustundar vetrarins í huggulegu umhverfi, eigi notalega og góða stund saman með léttu spjalli.

 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 2. október með því að svara þessu tölvuskeyti. Dagmar tekur einnig á móti þátttökutilkynningum á netfangið dagmarelin@gmail.com, og í síma 843 3957 eða 565 8774.

 Aðrir félagsfundir vetrarins 2017/18 verða sem hér segir:

  • 1. nóvember að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 6. desember, jólafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 7. febrúar, síðdegis í kaffihúsi
  • 7. mars aðalfundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 4. apríl gestafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • maí, auglýst síðar    

Kaffinefndir í vetur verða eftirfarandi:

 Nóvember: Guðrún Kristjónsdóttir, Elín Snorradóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir

Desember. Helga Ólafsdóttir, Steinunn Þórðardóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Anna M. Björnsdóttir

Mars: Kristrún og Dóra Ólafsdætur, Þóra Ólafsdóttir

Apríl: Margrét Albertsdóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir

Við hvetjum ykkur til að standa skil á árgjaldi og greiða inn á reikning Hvítabandsins 137-15-370303, kt. 650169-6119, eða til gjaldkera á fundum.

Hittumst hressar og ánægðar á viðburðum félagsins okkar í vetur.

 Stjórnin

 

Gestafundur 5. apríl 2017 kl. 19:30

April 2nd, 2017 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Nú er komið að gestafundinum okkar sem haldinn verður að Hallveigarstöðum 5. apríl nk. kl.19:30. Kvenfélag Mosfellsbæjar hefur þegið heimboð okkar að koma á fundinn.Páskamynd

Fundurinn verður með hefðbundinni dagskrá. Auk þess kemur Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri fatasöfnunar Rauða Krossins segir okkur frá starfinu og einnig  hvernig hægt er að endurvinna m.a. það sem er ekki heillegt.

Hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti til að kynnast félaginu, eiga góða stund saman og hlýða á fróðlegt erindi.

Óvæntur glaðningur.

Kaffinefnd skipa þær Sigríður Sigurðardóttir, Valdís Ólafsdóttir, Sigrún Högnadóttir auk stjórnar.

Við hvetjum félaga til að standa skil á árgjaldi og greiða inn á reikning Hvítabandsins 137-15-370303, kt. 650169-6119, eða til gjaldkera á fundinum.

 Stjórnin

Aðalfundur 1. mars 2017 kl. 19:30

February 18th, 2017 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum

miðvikudaginn 1. mars 2017 kl. 19:30Tulips

 Dagskrá:

Hugvekja – Kristbjörg Unnur Sigurvinsdóttir

Venjubundin aðalfundarstörf

Önnur mál

Kaffiveitingar annast Elín Snorradóttir, Elín Þórðardóttir og Steinunn Þórðardóttir.

Umræður um málefni félagsins og það sem framundan er.

Mætum vel á aðalfund í félaginu okkar.

 Stjórnin

1. febrúar 2017 – Dagur kvenfélagskonunnar

January 24th, 2017 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Á 80 ára afmæli Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, var stofndagur þess 1. febrúar útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar”.meeting

Í tilefni af þessum degi mun Kvennasamband Reykjavíkur vera með opið hús á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík,        miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 17-18.30.

Félagsmenn hvattir til þátttöku enda einstakt tækifæri til að hitta hina ýmsu félagsmenn úr öðrum félögum og kynnast starfsemi félaganna.

Um leið er þetta gott tækifæri til að efla tengslanetið.

Gestir sem vilja njóta dagsins með okkur eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Dagskrá:

Örkynningar um starfsemi einstakra félaga.

Efling tengslanets – Maður er manns gaman

Kaffiveitingar seldar á vægu gjaldi eða kr. 1.000. – (ekki tekið við greiðslukortum)

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið dagmarelin@simnet.is fyrir sunnudaginn 29. janúar 2017

Kvennasamband Reykjavíkur