Header

Jólafundur Hvítabandsins

December 5th, 2016 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

jol

Aðventan er gengin í garð og þá hittumst við og njótum hátíðardagskrár í félaginu okkar.   Jólafundurinn verður haldinn á Hallveigarstöðum miðvikudaginn 7. desember 2016 kl. 19:30.

Dagskrá:

  •    Formaður setur fund.
  •    Hugvekju flytur Kristrún Ólafsdóttir.
  •    Ritari les fundargerðir.
  •    Margrét Albertsdóttir les jólasögu.
  •    Að venju verða veittir styrkir og gestir koma að veita þeim viðtöku.
  •    Tilkynnt hver hlýtur „afmælisstyrkinn“. Stórafmælisbörn á árinu 2016 eru sérstaklega hvattar til að mæta og vera viðstaddar.
  •    Afhentur verður árlegur styrkur til Dyngjunnar.
  •    Að lokum syngjum við saman.

Á jólafundinum verður að venju safnað í sjóð til jólagjafakaupa fyrir börn kvenna sem dvelja á Dyngjunni um jólin. Við vonumst eftir góðri þátttöku.

Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Ragnhildur Jónasdóttir sjá um gómsætar veitingar á hátíðarborðið.

Fjölmennum á jólafundinn og tökum með okkur gesti.

 Stjórnin

Kæru Hvítabandskonur

Næsti fundur í félaginu okkar verður haldinn í Bústaðakirkju, 14. nóvember 2016 klukkan 20.

Formaður Kvenfélags Bústaðasóknar, Hólmfríður Ólafsdóttir, sendi okkur bréf á dögunum og bauð okkur á fund. Dóra Sólveig fatahönnuður kemur á fundinn og sýnir okkur það sem hún er að gera og verður með kjóla til sýnis og sölu. Kaffiveitingar verða að hætti kvenfélagskvenna, segir Hólmfríður og þá væntanlega ekki af verri endanum.

Vegna boðsfundarins í Bústaðakirkju fellur áður boðaður Hvítabandsfundur nóvembermánaðar niður.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku helst fyrir fimmtudaginn 10. nóvember með því að svara þessu skeyti eða í síma Helgu 5529447. Dagmar tekur einnig á móti þátttökutilkynningum, dagmarelin@gmail.com í síma 843 3957 eða 565 8774.

Látið einnig vita ef þið viljið fá far með akandi Hvítabandskonum.

Stjórnin

Fundurinn 2. nóvember fellur niður

October 29th, 2016 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Ágætu félagar

Fundurinn sem halda átti miðvikudaginn 2. nóvember fellur niður en í stað hans verðum við gestir hjá Kvenfélagi Bústaðasóknar mánudaginn 14. nóvember kl. 20.00 og munið þið fá nánari upplýsingar í fundarboði um eða eftir þessa helgi og einnig verður fundarboðið birt á heimasíðunni

Stórnin

 

Fundur 5. október 2016

October 1st, 2016 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

 

Nú er nýtt starfsár runnið upp. Konur hafa mætt vel á viðburði Hvítabandsins síðustu árin og stjórnin vonar að á því verði framhald.

Súpufundur verður haldinn 5. október 2016 kl. 19:30 í Kaffi Meskí í Faxafeni 9. Þarna er boðið upp á gómsæta súpu á 1350 krónur:

  • Dagmar setur fund
  • Auður María Aðalsteinsdóttir flytur hugvekju
  • Kynning á því hvernig útbrunnin sprittkerti og kerti úr vaxi eru endurnýtt, m.a. á sambýli í Stykkishólmi.

Við vonum að konur mæti vel til fyrstu samverustundar vetrarins í huggulegu umhverfi.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 3. október með því að svara þessu skeyti eða í síma Helgu 5529447. Dagmar tekur einnig á móti þátttökutilkynningum á netfangið dagmarelin@gmail.com, í síma 843 3957 eða 565 8774.

Aðrir félagsfundir vetrarins 2016/17 verða sem hér segir:

  • 2. nóvember að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 7. desember, jólafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 1. febrúar síðdegis í kaffihúsi
  • 1. mars aðalfundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 5. apríl gestafundur að Hallveigarstöðum kl. 19:30
  • 17. maí vorferð

Kaffinefndir í vetur verða eftirfarandi:

Nóv: Ragnhildur Einarsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir og Margrét Albertsdóttir

Des: Þorbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir og Steinunn Þórðardóttir

Mars: Elín Snorradóttir, Elín Þórðardóttir og Steinunn Stefánsdóttir

Apríl: Valdís Ólafsdóttir, Sigríður Unnur Sigurðardóttir og Sigrún Högnadóttir

Nokkuð er um að félagar eigi ógreidd félagsgjöld, kr. 3000, fyrir yfirstandandi ár. Við hvetjum ykkur til að standa skil á árgjaldi og greiða inn á reikning Hvítabandsins 137-15-370303, kt. 650169-6119, eða til gjaldkera á fundum.

Hittumst hressar og ánægðar á viðburðum félagsins okkar í vetur.

Stjórnin

Minningarsjóður Hvítabandsins

April 23rd, 2016 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)
Seld eru minningarkort í verslun okkar í Furugerði 1.
Reikningsnúmerið er:  117-15-370548  kennitala 650169-6119
                              –2014-01-29 23.23.59
Bank Accounts for the Memorial Fund White Ribbon in Iceland is:
IBAN IS89 0117 1537 0548 6501 6961 19

Tulips

Aprílfundur Hvítabandsins verður að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:30.

Þetta er gestafundur eins og vanalega í apríl. Gestir okkar að þessu sinni eru konur úr Kvenfélagi Bústaðasóknar.

 

  • Formaður setur fund
  • Lesin fundargerð síðasta fundar
  • Auður María Aðalsteinsdóttir fer með hugvekju
  • Kaffihlé
  • Halldóra Björnsdóttir frá Beinvernd flytur fræðsluerindi
  • Um kaffiveitingar sjá Margrét Albertsdóttir og Margrét og Þorbjörg Guðmundsdætur
  • Önnur mál
  • Fundi slitið

Heiðrum konur í Bústaðasókn með því að fjölmenna á fundinn og taka með okkur gesti.

Við viljum minna félagsmenn á að greiða árgjaldið sem hefur hækkað skv. samþykkt síðasta aðalfundar og er nú 3000 krónur. Bankareikningur Hvítabandsins er 137-15-370303, kt. 650169-6119. Eins má greiða árgjaldið til gjaldkera á fundinum.

 Stjórnin

Aðalfundur Hvítabandsins

February 20th, 2016 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 19:30.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Skipan nefnda

Önnur mál

Bingó

 

Kaffiveitingar annast Guðrún Kristjónsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir og Unnur Sigurjónsdóttir.

Mætum vel á aðalfund í félaginu okkar.

Stjórnin

Aðalfundur Kvennasambands Reykjavíkur (KSR) verður haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju mánudaginn 22. febrúar 2016 kl. 17.00

Dagskrá:

Venjubundin aðalfundarstörf

Félagar í Hvítabandinu eru hvattar til að mæta

Kæru félagar í Hvítabandinumeeting

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna

Næsti fundur verður miðvikudaginn 3. febrúar að Grand hóteli við Sigtún kl. 16 – 17:30. Mikil ánægja var með staðinn fyrir ári síðan og því höfum við valið að hittast þarna aftur. Þegar við byrjuðum á kaffihúsafundunum var það ætlunin að finna árlega nýja staði. Varðandi næsta ár erum við þakklátar tillögum um kaffihús með góðu aðgengi og veitingum á þolanlegu verði. Veitingarnar á Grand hóteli hafa lítillega hækkað frá síðasta ári og kosta nú 2.350 krónur fyrir meðlætið og kaffi.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. febrúar með „reply“ á þetta skeyti (eða að hringja í Dagmar í síma 843 3957 eða Lydíu í síma 893 3092).

Hvítabandskonur hafa tekið þeirri nýbreytni vel að hafa á starfsárinu einn óformlegan fund á kaffihúsi, þar sem við spjöllum vítt og breytt án fundarstjórnar. Stjórnin vonast því eftir góðri mætingu félagskvenna og gjarnan með gesti.

Hittumst kátar og hressar 3. febrúar á Grand hóteli.

Stjórnin

Gleðileg jól

December 23rd, 2015 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Óskum Hvítabandsfélögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar áJólamynd komandi ári.
Þökkum  samstarfið á árinu sem er að líða.

Stjórn Hvítabandsins