Header

Vetrarstarfið að hefjast

September 28th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

                                                                                                                                 

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 7. október 2013       kl. 19:30 og er okkur boðið í heimsókn til Kvenfélags Árbæjarsóknar.  Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju, Rofabæ en það er fyrir neðan kirkjuna og gengið niður með henni.          – Athugið breyttan fundartíma.  –

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið hvitabandid (hjá) hvitabandid.is eða hafið samband við Dagmar Sigurðardóttur s. 824 6129 eða Helgu Ólafsdóttur s. 552 9447 í síðasta lagi fimmtudaginn 3. október.

Aðrir fundir fram að áramótum eru haldnir að Hallveigarstöðum kl. 19:30 og eru þessir:

Miðvikudaginn 6. nóvember

Kaffinefnd skipa: María Eggertsdóttir, Lotte Gestsson og   Kristrún Ólafsdóttir

Miðvikudaginn 4. desember – jólafundur

Kaffinefnd skipa: Elín Snorradóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Svanhildur Eyjólfsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir

Áætlað er síðan að hafa jólaföndur í nóvember og verður nánar sagt frá því á fundi félagsins.

Vonum að við sjáum sem flesta á fundum félagsins og eru gestir og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

Maífundur og vorferð

May 1st, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Maífundur  Hvítabandsins verður haldinn hjá Dyngjunni að Snekkjuvogi 21, Rvík.  miðvikudaginn  8. maí  2013  kl.16:00. ATH breyttan tíma.

Skráning á fundinn er á hvitabandid@hvitabandid.is  eða hafa samband við formann Dagmar Sigurðardóttur í síma 8246129 í síðasta lagi nk. mánudagskvöld.  Þegar er kominn nokkur fjöldi en þessi fundur er eingöngu fyrir félagsmenn.

                                 Vorferð Hvítabandsins 29. maí 2013 

Kópavogur verður heimsóttur og er mæting miðvikudaginn 29. maí n.k. kl. 16:30 við Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi  þar tekur á móti okkur Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður.  Frá Tólistarsafninu verður gengið yfir á Nátturufræðistofu Kópavogs þar tekur á móti okkur Haraldur Rafn Ingvarsson verkefnastjóri og þaðan göngum við eða ökum yfir brúnna að veitingahúsinu Retro eigum þar góða stund saman, snæðum kjúklingasúpu, brauð og kaffi, herlegheitin kosta 2.100- krónur.

Tónlistasafnið Háubraut 2  er beint á móti Náttúrufræðistofu, Hamraborg 6a.  Retro, Hamraborg  3  

Skráning í vorferðina er á maífundinum en einnig  hjá Þorbjörgu Guðmundsdóttur, Netfang thg@xco.is, sími 557 4777

 

Það vantar konur til starfa í Mæðrastyrksnefnd og í verslunina í Furugerði 1 og eru konur sem hafa tök á að taka þátt í þessum verkefnum beðnar að hafa samband við Dagmar s. 8246129 til að fá nánari upplýsingar. 

Minnum einnig  á félagsgjaldið kr. 2.000.- hægt er að leggja það inn á reikning félagsins:  kt. 650169-6119, banki  0137-15-370303

 

Glæsilegur afmælisfundur

April 9th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Afmælisfundur félagsins var glæsilegur að vanda og fengum við marga góða gesti til okkar.  Konur úr Kvenfélagi Árbæjarsóknar, formaður BKR, ásamt félagskonum og öðrum góðum gestum áttu góða stund saman.  Konur úr kór Laugarneskirkju sungu, tískusýning frá versluninni Möst C og kaffiborðið svignaði undan kræsingum.

Myndirnar eru frá þessum glæsilega fundi

Fréttir frá BKR

April 7th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Í frétabréfi frá BKR sem formönnum aðildarfélaganna var sent var beðið um að koma eftirfarandi á framfæri:

“Verið er að vinna að því að setja upp heimasíðu fyrir Bandalag kvenna í Reykjavík sem er hluti af því að efla kynningarstarfsemi BKR. Þar verða upplýsingar um hlutverk og markmið BKR, sögu þess, starfsmenntasjóðog önnur verkefni, og settar inn upplýsingar um aðildarfélögin. Að auki verður þar kynningarátak undir heitinu “Af hverju kvenfélag” og er undir þeim lið sérstaklega óskað eftir reynslusögum frá ykkur kvenfélagskonum um reynslu ykkar af þátttöku innan kvenfélaganna. T.d. hvernig hefur starfi ykkar innan kvenfélaganna verið háttað, hvað hefur það gefið ykkur að taka þátt í starfseminni, áhugaverð verkefni, og hvað annað sem ykkur dettur í hug. Ætlunin er að birta reynslusögurnar á heimasíðunni undir nafni og skemmtilegt væri að fá sendar myndir af höfundum efnisins sem og úr félagsstarfinu :) Gott væri að fá sögur frá ykkur við fyrsta tækifæri - Vinsamlegast sendið efnið á netfangið: imbarafnar(hjá)gmail.com “

Gestafundur 3. apríl kl. 19:30

March 26th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)


Afmælis- og gestafundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigastöðum
miðvikudaginn  3. apríl  2013  kl.19:30.  

Kvenfélag Árbæjarsóknar munu heimsækja okkur og einnig  nýkjörinn formaður BKR.   Við vonum að sem flestar geti mætt  og biðjum við ykkur félaganna að vera duglegar að bjóða gestum með ykkur til að kynnast félaginu og eiga góða stund saman.   Við hefjum fundinn á hefðbundnum störfum en eftir kaffihlé þar sem félagskonur munu reiða fram dýrindis veitingar verður dagskráin með léttu og skemmtilegu ívafi.

Það verður tískusýning með öllu því nýjasta í vortískunni  frá Versluninni Möst í Skeifunni.  Gestir koma og taka lagið fyrir okkur.  

Minnum á félagsgjaldið kr. 2.000.- hægt er að leggja það inn á reikning félagsins:

kt. 650169-6119, banki  0137-15-370303  

Hlökkum til að sjá ykkur sem flesta og munið að taka með ykkur gesti.    

Aðalfundi frestað

March 6th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Fyrirhuguðum aðalfundi sem halda átti í kvöld 6. mars 2013 hefur verið frestað sökum veðurs.

Aðalfundurinn verður haldinn mánudaginn 18. mars kl. 19:30 að Hallveigarstöðum.

Stjórnin

Aðalfundur 6. mars 2013 kl. 19:30

February 22nd, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigastöðum
miðvikudaginn 6. mars 2013 kl.19:30.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Eftir kaffihlé og aðalfundarstörfin tekur við léttara efni.

Næsti fundur félagsins verður haldinn að Hallveigastöðum
miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl.19:30.

Þar sem þorrinn er nú genginn í garð bjóðum til okkar góðan gest hana Sigrúnu Magnúsdóttur, þjóðfræðing sem segir okkur allt um þorrann.

Félagskonurnar Hervör Jónasdóttir, Svanhildur Eyjólfsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir munu sjá um veitingarnar og verða þær með sitt lítið af hvoru tengt þorranum og eitthvað sætt og gott með kaffinu á eftir.

Eitt helsta verkefni vetrarins er öflun nýrra félaga og biðjum við ykkur því endilega að taka með ykkur gesti til að kynnast félaginu, eiga góða stund saman og hlýða á fróðlegt erindi.

Jólafundur 5. desember 2012

November 30th, 2012 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

28. nóvember 2012

Ágætu Hvítabands félagar

Jólafundurinn verður haldinn að Hallveigastöðum miðvikudaginn 5. desember kl.19:30.

Fundurinn hefst með hefðbundinni dagskrá. Hlýðum á jólasögu og jólasöng.
Jólahugvekjuna flytur Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi.

Dóra Ólafsdóttir, Kristrún Ólafsdóttir og María Eggertsdóttir sjá um kaffiveitingar.

Í stað þess að vera með jólapakka þá munum við eins og áður láta umslag ganga á milli fyrir Dyngjukonur.

Hvetjum ykkur til að mæta og taka með ykkur gesti. Njótum samverunnar á aðventunni og hlýðum á yndislega jóladagskrá.

Með kærri kveðju,
Stjórnin.

Í síðustu viku var jólaföndur Hvítabandsins haldið. Voru það 10 konur sem mættu til að læra að skreyta kerti og voru það félagskonurnar Ásta og Sigríður sem leiðbeindu. Var myndin tekin við það tækifæri