Header

Aðalfundi frestað

March 6th, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Fyrirhuguðum aðalfundi sem halda átti í kvöld 6. mars 2013 hefur verið frestað sökum veðurs.

Aðalfundurinn verður haldinn mánudaginn 18. mars kl. 19:30 að Hallveigarstöðum.

Stjórnin

Aðalfundur 6. mars 2013 kl. 19:30

February 22nd, 2013 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Aðalfundur Hvítabandsins verður haldinn að Hallveigastöðum
miðvikudaginn 6. mars 2013 kl.19:30.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Eftir kaffihlé og aðalfundarstörfin tekur við léttara efni.

Næsti fundur félagsins verður haldinn að Hallveigastöðum
miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl.19:30.

Þar sem þorrinn er nú genginn í garð bjóðum til okkar góðan gest hana Sigrúnu Magnúsdóttur, þjóðfræðing sem segir okkur allt um þorrann.

Félagskonurnar Hervör Jónasdóttir, Svanhildur Eyjólfsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir munu sjá um veitingarnar og verða þær með sitt lítið af hvoru tengt þorranum og eitthvað sætt og gott með kaffinu á eftir.

Eitt helsta verkefni vetrarins er öflun nýrra félaga og biðjum við ykkur því endilega að taka með ykkur gesti til að kynnast félaginu, eiga góða stund saman og hlýða á fróðlegt erindi.

Jólafundur 5. desember 2012

November 30th, 2012 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

28. nóvember 2012

Ágætu Hvítabands félagar

Jólafundurinn verður haldinn að Hallveigastöðum miðvikudaginn 5. desember kl.19:30.

Fundurinn hefst með hefðbundinni dagskrá. Hlýðum á jólasögu og jólasöng.
Jólahugvekjuna flytur Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi.

Dóra Ólafsdóttir, Kristrún Ólafsdóttir og María Eggertsdóttir sjá um kaffiveitingar.

Í stað þess að vera með jólapakka þá munum við eins og áður láta umslag ganga á milli fyrir Dyngjukonur.

Hvetjum ykkur til að mæta og taka með ykkur gesti. Njótum samverunnar á aðventunni og hlýðum á yndislega jóladagskrá.

Með kærri kveðju,
Stjórnin.

Í síðustu viku var jólaföndur Hvítabandsins haldið. Voru það 10 konur sem mættu til að læra að skreyta kerti og voru það félagskonurnar Ásta og Sigríður sem leiðbeindu. Var myndin tekin við það tækifæri

Nýjar félagskonur

November 25th, 2012 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)

Það er alltaf ánægjulegt þegar nýjir félagar bætast í hópinn og hvað þá þegar 3 nýjar félagskonur koma í einu eins og skeði á síðasta félagsfundi. Óskum þeim Kristjönu, Sigríði og Valdísi til hamingju.

Ágætu Hvítabands félagar

Næsti fundur félagsins verður haldinn að Hallveigastöðum miðvikudaginn  7.  nóvember  kl.19:30.

Í upphafi fundarins flytur Kristrún Ólafsdóttir hugvekju.  Því næst taka  við hefðbundin fundarstörf og verður m.a. sagt frá haustfundi BKR og fluttar fréttir frá  Noregi.  

Félagskonurnar Guðrún Ása Björnsdóttir, Margrét Albertsdóttir og Ragnhildur Einarsdóttir sjá um kaffiveitingar.

Eftir kaffihlé fáum við nokkra góða gesti til okkar frá átröskunarteymi LSH sem er starfrækt í Hvítabandshúsinu við Skólavörðustíg.  Munu þau segja okkur frá ráðstefnunni í Danmörku í september sl

Eitt helsta verkefni vetrarins er öflun nýrra félaga og biðjum við ykkur því endilega að taka með ykkur gesti til að kynnast  félaginu, eiga góða stund saman og  hlýða á fróðlegt erindi.

 Hlökkum til að hitta ykkur. 

Stjórnin.

Heimasíðan opnuð

October 2nd, 2012 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)
Vorferð 2012 - hópmynd

Í dag, miðvikudaginn 3. október 2012 er heimasíða Hvítabandsins formlega opnuð.  Félagið  er orðið 117 ára gamalt en félagar í félaginu á öllum aldri.  Við munum setja reglulega inn nýjar fréttir af starfinu og reyna að koma myndum inn svo hægt sé að fylgjast betur með starfi félagsins.

Vorferð félagsins var farin í maí sl upp á Akranes og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Hvitabandid.is

August 13th, 2012 | Posted by admin in Uncategorized - (0 Comments)
Hvítabandið lógó sér (1)

Síðan er í vinnslu og verður formlega opnuð á fyrsta fundi félagsins sem haldinn verður á Hallveigarstöðum  miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 19:30